Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1924, Qupperneq 1

Skinfaxi - 01.02.1924, Qupperneq 1
2. BLAÐ REYKJAVÍK, FEBItUAIÍ 1924. XV. ÁR Æfisaga Guðmundar Hjaltasonar. Æfisaga Guðm. Hjalta- sonar og þrír fyrirlestrar. Gefin út af Sambandi U. M. F. 1. Lengi hafa margir ungmennafélagar, vinir og aðdáendur Guðmundar Hjalta- sonar beðið þess með óþreyju, að æfi- saga hans yrði gefin út. Og loksins kom hún, nú rétt fyrir jólin. Slcinfaxi treystir því, að henni auðn- isl að auka yl og ljós á fjölmörgum heimilum, líkt og höfunduúinn gerði sjálfur um margra ára skeið. pó skal geta þess, sem búast má við að verði fundið að bókinni. Ef til vill þykir mörgum htin of löng, telj,a liana of margorða um það, scm sumir kalla smá- muni. Ekki verður því neitað, að noldcra málgalla sé að finna hér og þar. En bókin er öll svo látlaus og eðlileg, að þ,nð má lieita unun að lesa hana. Hún er og merkileg heimild um líf og hætti íslenskrar alþýðu, eins og það var á æskuárum Guðmundar. Er því fróðlegt að bera hana saman við sveitamenning nútimans. Ekki er hætt við að Guð- jnundur halli þar réttu máli. Sannleiks- ástin og réttlætistilfinningin er ríkjaandi kraftur í skapgerð hans og hlýtur að ráða öllum hans verkum. Ilann er ó- skiftur og sannur í guðstrú sinni og ættjarðarást, í samkendinni og hlýleik- anum til smælingjanua og umbóta- þránni, sem liann lifir fyrir. Hann ann listum og Ijóði, en um fram alt fjöl- breytni og fegurð náttúrunnar. Hann trúir á réttlætiskraftinn eða sigur hins góða- Er hann mjög andlega skyldur norska skáldinu Wergeland, sem bar jafnan lifandi frækorn í vasanum og sáði þeim hvar sem liann fór, í þeirri von, að sumstaðar félli þau í góða jörð og bæri hundraðfaldan ávöxt. Með æfisögunni eru gefnir út þrír fyr- irlestrar. peir gcfa glöggar hugmyndir um hvernig það var, sem Guðmundur bar á borð fyrir islensku þjóðina. par birtist þjóðrækni lians og frelsisþrá, ástin og virðingin, sem hann bar til fórnfúsra afburðamanna, einkum þeirra sem aldrei livikuðu frá hugsjón sinni, en börðust liðfáir gegn ofurefli and- stæðinganna. pað mun hafa verið allmikið vanda- verk að búa æfisöguna undir prentun og velja fyrirlestrana. En allir þeir, sem þekkja, vita að Guðm. kennari Daviðs- son og Aðalbjörn prentari Stefánsson, lögðu hina mestu alúð við það starf, enda er það vel af hendi leyst. Fáir liafa unnið meira né þjóðnýt- ara verk fyrir landa sina en Guðmund- ur Hjaltason. En launin, sem liann hl,aut, voru sorglega lítil. Nú gefst þjóð- inni færi á því að sýna þessum velgerða- manni sínum nokkurn þakkar vott, með

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.