Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1924, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.1924, Blaðsíða 2
10 S K I N F A X 1 því að kaupa bók hans og styðja með því ekkju Guðmuudar, sem átt hefir við þröngan kost að búa síðustu árin. G. B. Grænlandsferð Sig. Sigurðssonar búnaðarmálastjóra. Sig. Sigurðsson búnaðarmálastjóri er nýkominn heim úr Grænlandsferð sinni. Fór hann ferð þessa fyrir dönsku stjórn- ina til þess að kynnast landkostum og búnaðarskilyrðum á Grænlandi. Sigurður sýndi skuggamyndir og fluttí erindi um vesturferð sina hér í Reykjavik, 16. jan. sl. Erindi hans var bæði vel flutt og ítar- legt, eins og vænta mátli. pyrfti hann að láta prcnta það i viðlesnu blaði eða tímariti, svo að sem flestum gæfist kost- ur á að lesa það. Hér verður aðcins getið örfárra at- riða, sem búnaðarmálastjórinn sagði frá. Grænlendingar eru um 14 þúsund. peir búa allir i smáþorpum við sjóinn. Stærsta þorpið er Julianehaab. J?ar búa um 380 manns. pjóðarmentun Græn- lendinga er allmikil, cnda er barna- fræðsla sæmileg og bókfræðsla nokkur. Flestir embættismenn eru danskir, en Grænlendingar eiga tvö ráðgefandi þing, annað fyrir Suður-, en hitt fyrir Norður- Grænland. Eru þing þessi skipuð inn- fæddum mönnum. pjóðin lifir mest af veiðum og helstu útfluttar vörur eru lýsi, skinn og dúnn. Talið er að 75—120 þúsund selir séu veiddir árlega við Grænland. Fátt hafa Grænlendingar af búfé. Sagt er að þar séu um 60 nautgripir. Danir, er þar búa, eiga allmikið af geitfé og alifuglum. Fyrir 8 árum lét danska sjórnin kaupa 170 fjár norður í Skagafirði. Sendi hún það til Grænlands i því skyni að gera þar tilraun með f járrækt. Tilraun þessi hefir lánast vel, svo að nú er sauðfé Grænlendinga orðið 1400 að tölu. Grænlendingar eru, eins og kunnugt er, all ólíkir flestum menningarþjóðum, enda hafa þeir ekki orðið fyrir miklum áhrifum frá hinum mentaða heimi. pó má segja að margt sé vel um þá. peir eru fasthcldnir á gamlar venjur, en lífs- glaðir og nægjusamir og furðu ánægðir með kjör sín. J?eir njóta líðandi stund- ar og bera litlar áhyggjur út af fram- tíðinni, en eru þó harðfengir og þol- góðir við flest er þeir vinna, einkum það, er að veiðum lýtur. Hins vegar eru þeir litlir iðjumenn og kunna fátt til landbúnaðarstarfa. Veiðiferðirnar eru lif og yndi Græn- Iendinga. Góðir veiðimenn eru bjarg- vættir þjóðarinnar ,enda eru þeir mikils metnir. En sjálfsagt þykir að þeir gefi nágrönnum sínum bróðurpatinn af höppum þeim, er þeir hljóta. Um veiði- skiftin gilda fornar venjur, sem allir lúta.. Grænlendingar meta eignarréttinn minna en flestar aðrar þjóðir. Telja þeir sjálfsagt, að sá sem hefir meira en það, sem hann þarfnast í náinni framtíð, miðli nágrönnum sínum, scm lítið hafa. „pað er skömm að sérdrægni, en heið- ur að örlætinu." ]?etta er boðorð Græn- lendinga, sem þeir lifa eftir. Grænland er hér um bil 20 sinnum stærra en ísland. Eins og kunnugt er, er meginhluti þess hulinn jökli. Aðcins nokkuð of suður- og vesturströndinni er byggilegt. par er sumarfegurð mikil. Fjöllin eru sæbrött og há, einkum á út- nesjunum. En milli fjalla eru lyngi- vaxnar hæðir og blikandi veiðivötn. Fjallshlíðarnar eru víðast harðlendar og sléttar. J?ar eru beililönd góð, en engja- tak lítið, því jarðvegurinn er grunnur og grjótrunninn mjög. Gnægð er af sil-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.