Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1924, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1924, Blaðsíða 4
12 SKINFAXI SKINFAXI Úlgefandi: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. VerS 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritsjórn, afgreiSsla og innheimta: Skin - faxi Reykjavik Pósthólf 516. bandsins höfðu aukist á árinu um ca. 1400,00 kr. 2. íþróttamál. Samþykt var: I. „Að iþróttanámsskeið verði hald- ið að pjórsártúni í nóvembermánuði á komandi hausti, og ef tiltækilegt sýndist, að halda ann,að í febrúarbyrjun næst- lcomandi. II. „að halcla íþróttamót liér að p j órsái'túni á komandi vori. III. „Að fjölgað verði kappglímu- verðlaunum, og að það félag, sem flesta vinninga fær, talið í stigum, fái skýr- teini íiö verðlaunum. IV. „Að athuga hvort ekki muni til- tækilegt, að byggja hér (þ. e. að pjórs- ártúni) sundlaug, og að sund verði framvegis meðal þeirra íþrótta, sem kept er í, á iþróttamótum sambandsins.“ 3. Fyrirlestramál. petta samþykt: „pingið samþykkir, að stjórnin beiti sér fyrir að fá samband U- M. F. 1. til að senda a. m. k. einn fyrirlesara um sambandssvæðið á heppilegum tíma. Ennfremur sendi liéraðssambandið fyr- irlesara um héraðssvæðið, þannig, að Árnesingur fari um Rangárvallasýslu og Rangæingur um Árnessýslu, einnig á þeim tima, sem félögunum er hentug- ur.“ 4. Iðnaðarmál. Samþykt var: I. „pingið hvetur til að meira verði gert að iðnsýningum en hingað til, og æskir þess, að fulltrúar þeir, sem hér eru mættir, reyni að hafa sem mest áhrif, hver í sínu félagi, að það stofni til iðnsýningar; og héraðsstjórnin und- irbúi svo i náinni framtið iðnsýningu á samljandssvæðinu. II. pingið skorar á félög innan sam- bandsins, að þau sendi nemendur á fyr- irhugað vefnaðarnámsskeið, sem lialdið verður á komanda hausti i Reykjavik. Veitt skal úr sjóði „Skarphéðiiis“ alt að 75 kr. hverjum nemanda; þó skal ekki veittur styrkur fleirum nemendum en fjórum úr hverri sýslu- Skylt skal og þeim, er njóta styrksins, að kenna aftur vefnað iit frá sér, er heim kemur. III. „pingið heimilar héraðsstjórn- inni að veita U. M. F. Eyrarbakka eða U. M. F. Stokkseyrar alt að 150,00 styrk til heimilisiðnaðarnámsskeiðs i þorpun- um. Skal mönnum úr öðrum félögum á héraðssvæðinu gefinn kostur á að sækja það námsskeið.“ 5. Héraðsskólamálið. Samþykt var: I- „Héraðsþingið ályktar áð skora á félögin á héraðssvæðinu að taka liéraðs- skólamál Sunnlendinga lil sem ræki- legastrar yfirvegunar, og vinna svo kröftuglega, sem þau frekast sjá sér fært, að skjótum framgangi málsins. II. „Héraðsþingið samþykkir, að láta helming ágóðans af næsta iþrótta- móti „Skarphéðins“ ganga til hins fyrir- Iiugaða héraðsskóla Sunnlendinga.“ 6. Bindindismál. petta samþykt: „Héraðsþingið litur svo á, að heiður ungmennafélaganna sé mjög undir því lcominn, að félagsmenn ræki samvisku samlega drengskaparheitið í skuldbind- ingu U. M. F. í. pess vegna skorar þing- ið eindregið og alvarlega á félögin, hvcrt einstakt, að ganga ríkt og rækilcga eftir því, að félagsmenn brjóti ekki bindind- isheitið."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.