Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1924, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1924, Blaðsíða 6
14 SKINFAXI 3. Jón Sigurðsson, Hrepphólum. 4. Arnbjörn Sigurgeirsson, Selfossi. 14. Stjórnarkosning. Héraðsstjórn- in var öll endurkosin, þeir: Sig- urður Greipsson, glímukappi, Torfa- stöðum, héraðsstjóri, Aðalsteinn Sig- mundsson, skólastjóri, Eyrarbakka, hér- aðsritari, og Sigurjón Sigurðsson bóndi, Kálfholti, héraðsgjaldkeri. — I vara- stjórn voru kosnir: porsteinn Sigurðs- son, Sveinn Sæmundsson og Brynjólfur Bjarnason. Áður en þinginu var slitið, voru flutt- ar nokkrar hvataræður um félagsmál. A. S- Frá ferð_minni um Árnessýslu. Seint i nóvember og í byrjun desem- ber s. 1., fcrðaðist eg um Árnessýslu meðal ungmennafélaga og flutti fyrir- íestra fyrir þau. „Skarphéðinn" í Ölfusi var fyrsta fé- lagið, sem eg heimsótti. Var eg hjá Ölf- usingum á fjölmennri skemtun, sem þeir héldu í stóru og vönduðu steinliúsi, sem félagið á. Félagið notar hús þetta eftir þörfum, en auk þess er það leigt sveitinni til skólahalds og hrepp'sfunda. tmsum áhugasömum ungmennafé- lögum kyntist eg í Ölfusi, svo sem Sig- urbergi frá Grænhól og Ingiber á Núp- um, formanni félagsins. Úr Ölfusinu fór eg austur að Minni- Borg i Grimsnesi og talaði við ung- mennafélagið „Hvöt". Skaði þótti mér að formaður félagsins var ekki heima, én það bætti um, að Páll á Minni-Borg og ýmsir fleiri urðu til þess að leið- bcina mér og fræða mig um störf og áhugamál félagsins. Úr Grímsnesi hélt eg upp Laugardal. Hafði cg hugsað gott til þess að koma þar og sjá hina marglofuðu fcgurð dalsins. En þetta lánaðist ver en eg hafði vonað, því þoka og lausamjöll var um daginn. ]?ótti mc'r óvænlega horfa um fundarhald. J?ó fór svo, að Sigurður Greipsson og allmargir innsveitamcnn komu á fundarstaðinn að Laugardals- hólum. Var þá rættumungmennafclags- mál og auk þess skcmtu menn sér við söng, spil og dans. Morguninn eftir fór- um við Sigurður austur að Torfastöð- um. V,ar þá þýðviðri og bjart um að litast. I Biskupstungum er fjölment félag og starfsamt. Margt er þar dugandi manna, svo sem J?orsteinn J'órarinssonáDrumb- oddsstöðum, fcrm. félagsins og por- steinn Sigurðsson á Vatnsleysu. Allmikil iþróttastarfsemi er í þessu ungm.félagi, enda eiga Tungnamenn því láni að fagna að eiga hinn fræga íþróltagarp Sigurð Greipsson. Frú Sigurlaug á Torfastöð- um hefir starfað um 17 ár í félaginu, og var mér sagt, að fáir eða engir hafi unn- ið því mcira gagn en hún. Ur Tungunum hélt eg austur i Hrcppa og fann að máli Helga Kjartansson, for- mann ungmennafélags Hrunamanna. Mér var kunnugt um, að félag þetta var eilt af ágætustu ungmennafélögum landsins og hugði því gott til að hcim- sækja það, enda urðu mér það engin vonbrigði. Eg sat þar einn fclagsfund. pat) er háttur félagsmanna að ræða um gildi islenskra úrvalsbóka á fundum sin- um. J>etta er ágætur siður og nauðsyn- legur og ættu sem flest félög að taka hann upp. Mér var það óblandin ánægja, að heimsækja Kjartan i Hruna.. Eg er sann- færður um að þessi gáfaði og fjölfróði klcrkur hefir slult mjög að því að æskufélag sóknarbarna hans er öðrum lil fyrirmyndar. Séra Magnús Hclgason hefir hcimsótt fclag þetta á hvcrju sumri og flutt ræður fyrir það. Fleslir þeir, sem þekkja séra Magnús, munu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.