Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1924, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1924, Blaðsíða 7
SKINFAXI 15 sammála um það, að enginn sé betur kjörinn til þess en hann að flytja erindi fyrir æskulýð þessa lands. Ungmemudel. Skeiðamanna er frcm- ur fáment. pó cr margt ungra manna þar í sveit og liægt um samgöngur. Eru því líkur til þess að þarna geti þrifist fjölment og atkvæðamikið félag. pegar eg fór um Sandvíkurhreppa var dimmviðri og allmikil snjókomp. Var því fámennara á fundarstaðnum en annars hefði orðið. pó komu þang- að um 20 félagar. Sat eg á fundi þeirra og var þar rætt af miklum álmga um ýms félagsmál. Form. þessa félags lieit- ir Lýður Guðmundsson, ungur maður og áhugasamur. Á Eyrarb,akka er ungt félag, stofnað fyrir fjórum árum af Aðalsteini skóla- stjóra. pó félagið sé ekki eldra en þetta, hefir það nokkuð á annað hundrað fé- laga og ágæta foringja, þar sem þeir eru Aðalsteinn skólastjóri og Ingimar kenn- ari. Hafa þeir skil't félaginu í tværdeild- ir. Eru hörn innan 16 ára í yngri deild- inni, en hin er skipuð unghngum og full- líða mönnum. Stokkseyrar félagið er fjölmennast allra félaga Árnesinga. ]?að liefir lálið reisa stórt og vandað liús í félagi við hreppinn. Form. þessa félags er pórður Jónsson, póstafgreiðslumaður. Síðast heimsótti eg ungmennafélag Gaulverjahæjarhrepps. Lítið kyntist eg félagsmönnum þar. Stafaði það af því, að eg var ekki vel frískur kvöldið, sem eg dvaldi hjá þeim. En gott þótti mér að rœða við formanninn, Brynjóll’ Dags- son. Er hann sonarsonur hins góðkunna fræðimanns, Brynjólfs á Minn,a-Núpi. Ekki get eg slilt mig um að geta þess, að eg á margar góðar minningar um þessa fyrstu fyrirlestrarferð mina meðal ungmennafélaganna. Alstaðar v,ar mér lekið ágætlega og viða fékk eg góðar leiðbeiningar um ýms mál, sem eg hafði hug á að kynnast. Tæpast varð eg var við að nokliur utanfélagsmaður bæri kala til ungmennafélaga- En margir liöfðu orð á því, að þau væru nauðsyn- leg í liverri sveit. G. B. Vísnakver Fornólfs. Svo heitir merkileg kvæðahók, sem er nýkomin út. Höfundur liennar er dr. Jón porkelsson, þjóðskjalavörður. Hér yrlvir skáld, sem styðst við óvenjulega víðtæka þekkingu á þjóðleg- um fræðum og hefir lika langa lífs- reynslu að haki- Kennir þess víða í kvæðunum. Bragarhættir og a-lt orð- færi er þróttmikið, fornt og fagurt. Lengstu og merkustu kvæðin eru sögulegs efnis. Skáldið fer eldi um and- ans lönd frægra l'ortíðarmanna. pað skýrir störf þeirra og hugar-heim. Les- endurnir sjá þá í skæru Ijósi, og það verður hjart um þá. Útgáfa bókarinnar er svo vönduð, að tæpast mun hún eiga sinn líka liér á landi. Vísnakverið er því hinn mesti lcjörgripur fyrir margra hluta sakir. Tímaseðill í heimaleikfimi. Nýlega hefr ungur og áhugasamur íþróttamáður Valdimar Sveinhjörns- son leikfimiskennari í Rvík — gert liag- feldan tímaseðil í einföldum líkamsæf- ingum. Er það markmið höf. að koma lionum inn á hvcrt heimili á landinu. ]?að myndi ekki valda Skinfaxa hrygð- ar, þó að Bakkusi eða öðrum hló'ðsug- um af hans skylduliði, yrði rýmt úr sæti fyrir slíkum gesti. Hvert eintak verður selt á eina krónu og á söluágóð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.