Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1924, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.03.1924, Blaðsíða 1
Sfc\tv$ ax\ ;í. blað REYKJAVÍK, MARZ 192é. XV. ÁB, Askov Iýðháskóli. Saga skólans og tilgangur. Andlegur þroski og efnalegt sjálfstæði hverrar þjóðar er fyrst og fremst komið undir mentunalþýðunnar. Öflugastalyfti stöng lýðmentunarinnar eru lýðháskól- arnir. I þeim löridum, sem þeir eru flest- ir og bestir er alþýðan best mentuð. Við Islendingar eigum fáa og smáa lýðháskóla og eigum mikið ólært á því sviði. Ýmsir meðal hinna lítt mentuðu, vita varla hvað lýðháskóli er. I eftirfar- andi línum vil eg leitast við að brcgða UPP fyrir augum lesendanna myndum af clsta og fullkomnasta lýðháskóla Dana, Askov á Jótlandi. 1. Saga skólans. pað cru að eins tæp 80 ár síðan hinn fyrsti lýðháskóli hins nýja tíma var stofnaður. J?ó hafa þeir þegar náð all- mikilli útbreiðslu og eru nú þektir, að minsta kosti af afspurn um allan hinn mentaða heim. Móðurland lýðháskólanna er Dan- mörk. ]?ar varð hugmyndin fyrst til og þar var hinn fyrsti lýðháskóli stofnaður. puðan breiddust þeir svo út,ekki einung- is til i'lcstra landa i Norður-Evrópu, held- Ur einnig til Mið-Evrópu og Vesturheims og jafnvel til Austurálfunnar. — Fyrir nokkriun árum var stofnaður lýðhá- skóli í Japan. Hann starf ar þar með góð- um árangri. Faðir lýðháskólanna er mentafröm- uðurinn og skáldið Grundtvig, f. 8. sept. 1783. A hinum erfiðu árum Danmerkur, (1813—14, hóf Grundtvig sitt heillaríka starf — endurreisn alþýðunnar. Hann tók ástfóstri við goðafræði Norðurlanda og skrifaði hana. par næst þýddi hann, árin 1815—'22 sögur Noregskonunga eftir Snorra Sturluson og „Saxa Kro- nike". pessar tvær þýðingar voru sem inngangur að hinu mikla lýðmentunar- starfi hans. pó voru þessar bækur ekki — frem- ur en aðrar bækur — aðallyf tistöng lýð- mentunarinnar, eftir Grundtvigs skoð- un. Nei, aðalstarfið átti að gerast með „orðinu". Orðið átti að vera lífvaki lýð- mentunarinnar, þungamiðjan í starfinu, hornsteinar lýðháskólanna. J>að átti að vera „ordets friskole" .... „en skole for livct". ]?ess skal getið, að Grundlvig ætlaðist til að skóli þessi yrði aðallega fyrir þá úr embættismannastéttinni, er skorti dugnað lil embættisnáms og einn- ig fyrir þá, er vildu teljast til hinna æðri stétta. Kristján konungur 8. var hug- mynd Grundtvigs mjög hlyntur og hugs- aði sér að framkvæma hana. En hann lést skömmu seinna. Grundlvig hafði einkum augastað á Sórö sem skólasetri. Við þann stað voru margar dýrmætustu minningar þjóðar-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.