Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 1
o&\xv$ax\ 4. BLAÐ BEYKJAVÍK, APBIL 1924. XV. ÁE Norsk félög. Norðmenn greinir á um það, hvort ungmennafélagshreyfingin hafi fæðst austanfjalls eða vestan. Sumir ætla, að hún hafi komið fyrst til sögunnar norð- ur i prándheimi. Enginn getur dæmt um þetta eftir óhrekjanlegum rökum. pað er eitt af þvi einkennilega, en um leið eðlilega, að ungmennafélögin norsku hafa mörg verið stofnuð sam- tímis og án þess að vita nokkuð hvort til annars. pau lifnuðu sem nýgræðing- urinn á vorin. Enginn veit hvar fyrsta plantan fæðist, en allir sjá hið gróandi líf, sem boðar komu sumarsins. Noregur hafði lengi legið í dvala, en nú voru þýðviðri þjóðarvorsins nýja tekin að leika um landið. Æskuhugirnir hrunnu af eldmóði og þeir, sem þjóð- málunum stýrðu, urðu að meta það, sem vaxandi kynslóðin vildi. „Sann- mentuð þjóð i frjálsu landi, tali sitt norska mál og klæði fjöllin að nýju." ]?etta voru kjörorðungmennafélaganna. Og stjórnfrelsið er fengið. Ættland ung- mannafélaganna hefir brotið af sér hlekkina. pö var við ofjarl að etja, svenska veldið. En þjóðin stóð einhuga um það, sem vaxandi kynslóðin vildi. J>að er markmið ungmennafélaga, að græða öll þau sár, sem norska þjóðern- ið hlaut, meðan það var háð erlendu oki. Danskur prestur sagði eitt sinn: „Norðmenn eru óeirðar þjóð. peir geta ekki lifað án þess að berjast. Nú mega þeir ekki ræna og brenna, eins og f eð- ur þeirra gerðu, en í stað þess ætla þeir að flæma dönskuna okkar úr landi, þó að þeim takist það líklega aldrei." Tíminn mun ósanna þessi ummæli Danans. Eldmóður Vergelands vakti Norðmennina. Og þegar Ivar Aasen kyntist íslenskunni, fann hann að ætt- armótið var glögt með henni og dala- málinu norska. Hann ferðaðist um land- ið, leitaði, fann og bjargaði flestum leif- um fornmálsins, sem enn þá lifðu á vör- um sveitafólksins. Og Vinje skrifaði þetta mál á skjöld sinnar þjóðar með hjartablóði sínu. Skáldið óskaði þess, að sál sín mætti sitja á Fálkatindi um endalausa eilifð, og horfa yfir allan Noreg. f>að lítur út fyrir, að því ælli að verða að ósk sinni. púsundir ungra manna berjast undir merkjum hans fyr- ir því, að útbreiða norska málið og meg- inhluti þessara þjóðernissinna eru innan ungmennafélaganna. En það má líka segja, að norska þingið hafi gert mikið til þess að þarlend menning geti vaxið „í lundum nýrra skóga". Árlega er varið offjár til lýðmentun- ar og ungmennafélögin vinna kappsam- Iega að nýyrkju, enda eru þau studd að því með ráðum og dáð margra hinna eldri og bestu manna. Félögin hafa fengið ríflegri styrk af almannafje, en þau gat nokkru sinni r

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.