Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 3
SKINFAXI 27 Askov lýðháskóli- ii. Hvernig skólinn leitast við að ná tilgangi sínum. pað gerir hann á þrennan liátt: 1. Með kenslu í vissum námsgreinum, 2. heimavist í skólanum og 3. með góð- um og fjölbreyttum skemtunum innan skólans. 1. K e n s 1 a n í s k ó 1 a n u m. Kenslan fer fram í fyrirlestrum þar sem því verður við komið, og' í sam- ræðum milli nemenda og lcennara. Sagan skipar öndvegið. Einkum er ver- aldarsögunni ætlaður langur tími. All- mikil áhersla er lögð á sögu Dana, kirkjusögu og bókmentasögu. pá er og lögð mikil rækt við móðurmálið og töluverð við þegnfélagsfræði. Einnig nokkur við eðlisfræði, reikning og töl- vísi (matematik). Enska er lesin af mörgum í skólanum og þýska af nokkr- um. Ýmsar fleiri námsgreinar mætti nefna, sem minni áhersla er lögð á, eða ætlaðir eru færri tímar, svo sem líí- fræði, jarðfræði, landafræði, heilsu- fræði, sálarfræði o. fl. Leikfimi er stunduð af kappi, hæði af körluin og konum. Ivvenfólkið fær tilsögn í hann- yrðum og dráttlist. Söngur er ekki kendur í skólanum, en mjög mikið um hönd hafður. Sungið er á undan hverj- um fyrirlestri, og oft — í minni flokk- um — áður cn tímar hyrja. Söngvar þessir eru margskonar að efni. Einkum eru þeir valdir, sem eru göfgandi og gleðjandi og hvetja til drengskapar og dáða. Á hverjum degi cru haldnir tveir fyx- irlestrar, og eru allir nemendur skól- ans skyldir að sækja þá. Annars er hverjum nemanda heimilt að taka að eins þátt í þeim námsgreinum er hann kærir sig um. pó mun vera ætlast til, að allir taki þátt í dönsku og sögu. Próf er ekkert við skólann fremur en við aðra lýðliáskóla í Danmörku. Grundtvig sagði, að „eksamensuvæse- net“ ætti að afnemast. Aftur á móti leit- ast skólinn við að finna séreðli hvers einstaklings og að þroska það hjá hverj- um nemanda, sem honum er best gefið. Við val kennara er rnjög tekið tillit til manngildisins, þvi að orðum kennar- ans er ætlað að hafa meiri áhi'if á nem- endurna en öllum hókalestri, þótt liann geti einnig verið góður. 2. H e i m a v i s t. Heimavist í skólanum er talin mjög þýðingarmikið ati'iði fyi'ir andlegan þroska og sannri mentun nemendanna, og mest er hún lofuð þar sem hún hefir verið lengst hagnýtt. Félagslíf í heima- vistarskólum verður mikið frjálsara, glaðværra og innilegra en í hinum. petla hefir þau áhrif á nemendurna, að þeim verður léttara um námið og þeir verða bjartsýnni og belri félagsmenn. Tortrygni og smásálarskapur liverfur. ]?eir læra að umgangast hver annan og taka tillit — eigi að eins til sjálfra sín — heldur einnig til annara. Vegna þess að lieimavistin er svo þýð- ingarmikið atriði, vil eg reyna að lýsa í fám orðum daglega lífinu á Askov- lýðháskóla, sem er eldi'i og ef til vill stæri'i en nokkur annar lýðháskóli, og sem hefir haft heimavist frá þvi hann var stofnaður. Eg vil þegar geta þess, að af þeim rúmlega 300 nemendum, sem árlega konxa til Askov, getur skólinn að eins tekið á móti karlnxönnunum í heima- vist, en þeir eru vaxxalega uixi helming- ur af tölu nemenda. Námsmeyjum er útvegað fæði og húsnæði hjá kennur-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.