Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 7
SKINFAXI 3i sögum.: Bj. Ó. Frímannsson. Svohljóð- andi tillaga samþykt: Héraðsþing S. U. A. H. brýnir það al- varlega fyrir næsta sambandsþingi U. M. F. í. að það ráði fullkomlega til lykta, hvert skuli vera sameiginlegt merki ungmennafélaga landsins, og vill að eins benda á, hvort ekki muni til- tækilegt að hafa orðið „]?ú“ með hvít- um stöfum á bláum fleti. 12. pá flutti Klemens Guðmunds- son fyrirlestur um „U p p r u n a 1 í f s- i n s“. Auk fulltrúanna hlýddu allmarg- ir félagar úr U. M. F. „Bjarmi“, „Fram- sókn“ og „Skagstrendingur“ á fyirrlest- urinn. þ’ökkuðu áheyrendur með lófa- taki. Var sungið bæði á undan og eftir fyrirlestrinum. 13. Héraðsmót á næsta vori. Fram- sögum.: Jón Einarsson. 14. Heimilisiðnaður. Framsögumað- ur: Sigurlaug Björnsdóttir. Var all- mikið um það rætt, og að lokum sam- þykt svohljóðandi tillaga: Héraðsþing S. U. A. H. sér ekki fært að styrkja að svo stöddu á neinn hátt með fjárframlögum neinar fram- kvæmdir til bóta heimilisiðnaði, en leyfir sér að beina heimilisiðnaðarmál- inu til félaganna í þvi trausti, að þau vinni framvegis sem ötullegast fyrir þau bjargráðamál þjóðarinnar. 15. Gengið til kosninga, og féllu þær þannig: T i 1 a ð u n d i r b ú a h é r- aðsmót: Bj. Ó. Frímannsson, Jón Einarsson, Sigurjón Jóhannsson, Páll H. Árnason og Jónas Guðmundsson, og til vara: Páll Kristjánsson og Guð- mundur M. Einarsson. T i I a ð m æ t a á n æ s t a s a m b a n d s þ i n g i U. M. F. I.: Klemens Guðmundsson 6 atkv., til vara: Hilmar A. Frímannsson 3 atkv. I stjórn héraðssambandsins var endurkosinn Sigurgeir Björnsson með lófataki, til vara: Páll Kristjánsson á Beykjum. Endurskoðendur reikninga voru endurkosnir þeir: Jóna- tan J. Líndal og Hilmar Frímannsson, til vara: Jakob B. Bjarnason. 16. I tilefni af því, sem hreyft var af nefndinni, sem hafði héraðsmótið til meðferðar, hvað þingið sæi sér fært að gera íþróttum til eflingar, var samþykt þessi tillaga: pingið felur stjórn S. U. A. H. að kynna sér möguleika til þess að halda íþróttanámsskeið og beita sér fyrir framkvæmdum í þvi máli ef tiltækilegt þykir. þingkostnaður upp gerður og greidd- ur með kr. 65,00. Fleira ekki fyrir tekið. þingi slitið. Klemens Guðmundsson, forseti. Sigurjón Jóhannsson, ritari. Námskeið. íþróttanámskeið var haldið að ]?jórs- ártúni að tilhlutun Héraðssamb. Skarp- héðinn vikuna 10.—17. febr. siðastl. Kennari var Sigurður Greipsson. Iíent var aðallega íslensk glíma og leikfimi, þar á meðal „Min aðferð“ eft- ir J. P. Muller. — Námskeiðið sóttu 20 nemendur frá 9 ungmennafél., flestir úr Árnessýslu. Sennilega liefðu fleiri orðið úr Rangárvallasýslu, liefði nám- skeiðið verið fyr. Málfundir voru lialdn- ir á hverju kveldi og voru þar rædd ýms helstu áhugamál ungmennafélaga og bundust nemendur fastmælum um það, að starfa ótrauðir innan sinna félaga. Ýmsir gestir sótlu málfundina og tóku þátt. i umræðum, þar á meðal sira Sveinn Ögmundsson frá Kálfholti og Sigurjón Sigurðsson, Kláfholti. peir fluttu og einn fyrirlestur hvor og var gerður að því góður rómur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.