Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1924, Qupperneq 1

Skinfaxi - 01.05.1924, Qupperneq 1
ð. BLAÐ EEYKJAYÍK, MAÍ 1924. XV. ÁR Kafli úr ræðu sr. Magnúsar Helgasonar, við uppsögn Kennaraskólans, síðasta vetrardag 1924. Nú er mikið rætt og ritað um bjarg- ráð fyrir þjóð vora. pau hníga öll að efnahagnum, og vist er hún þar í hættu stödd. Sjálfstæði hennar, sæmd og gæfa geta verið í veði. þegar svo er ástatt, dugir ekki að kveinka sér, þó að grip- ið sé til hörkubragða. Heldur kysi eg að vér Islendingar yrðum allir að sitja um sinn við vatn og brauð, en að láta aftur vort langþráða og seinfengna sjálfstæði. En þó að nauðungarráðstafanir kunni að geta komið að liði til að bjarga frá gjaldþroti í svipinn, þá ná þær skamt til varanlegrar viðreisnar, jafnvel að þvi er efnahaginn einan snertir. Gæfa og gengi, um efnahag eins og annað, byggist fyrst og fremst á liugsunarhætt- inum. Hvernig ætti nokkurn tíma sú þjóð að mega búa við gæfu og gengi, sem mest þráir munað, prjál og mak- indi? Hverrar hamingju má sú þjóð vænta, þar sem úlfúð, skilningsleysi og jafnvel hatur ræður mestu í viðskiftum stétta og flokka? Skilyrði varanlegrar viðreisnar og gæfu i öllum efnum er ekkert annað en bættur hugsunarhátt- ur. pjóðin þarf að verða vitrari og betri. svo vitur, að hún sjái það og skilji, og svo góð, að hún vilji það af öllu hjarta og meti það mest af öllu. Eg þ^kki eng- in bjargráð, er án þess tryggi oss gæfu og gengi til frambúðar. pví þykir mér mest vert um allar ráðstafanir, sem þar að hníga. Að því eiga allir skólar að vinna, æðri og lægri, og þó þykir mér aukin og bætt alþýðumentun mesta nauðsynin, þvi að hún tekur til flestra. þar er barnafræðslan og uppeldið und- irstaðan, hvar sem það fer fram, í skól- um eða heimahúsum. Eg er samþykk- ur Cygnæmi hinum finska um, að það sé heilagt málefni og vinnan í þjónustu þess guðsþjónusta, ef hún er af hendi int í réttum anda og af öllu hjarta. Eg vona að þið, sem kveðjið nú skól- ann, hugsið eitthvað líkt í þessu efni, og að ylckur auðnist öllum eitthvað gott fram að leggja því máli til stuðnings, hvort sem þið vinnið að þvi beint eða óbeint, lengur eða skemur. Eg vildi, að skólinn hefði getað veitt ykkur betri undirbúning til þess, og eg veit, að þið finnið til vanmáttar, en líka hitt, að góð- ur vilji og einlægur er sigursæll. Sú ósk mín og bæn fylgir ykkur öllum héðan, að guð gefi ykkur hann og viðhaldi hon- um hjá ykkur æfinlega, og styrki ykk- ur til að vekja hann og glæða í hrjóst- um hvers þess manns, yngri og eldri, sem þið lcunnið að eiga fyrir höndum að fræða eða liafa áhrif á. J?að er hann,

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.