Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1924, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.1924, Blaðsíða 4
36 SKINFAXI í kostnaðinum að hálfu leyti. Urðu Nokkrar umræður og voru ræðumenn meðmæltir hugmyndinni. Kosnir i nefnd til að athuga málið og þá sérstaklega með tilliti til íþrótta og heimilisiðnað- armála þeir: Kr. G., M. Jak. og Jón Snorrason. IV. Reikningar sambandsins. Féhirð ir las og skýrði reikn. samb. yfir síð- asta ár. Upphæð aðalreikn. var kr. 2748,45, í sjóði kr. 1245,12. Hreinar eignir metnar á kr. 3338,13. V. Lesið bréf frá U. M. F. Skalla- grímur, um styrk til bastiðnaðarnám- skeiðs í Borgnarnesi á næsta vetri. Flm. Jón Sigm. Slcýrði hann málið nokkuð og lagði til að því yrði vísað til nám- skeiðsnefndarinnar og var það samþ. VI. Lesið bréf frá Friðrik porvalds- syni í Borgarnesi. Var það einskonar áskorun til ungmennafél. í héraði, að styrkja Hvítárbakkaskólann með fjár- framlögum til áhaldakaupa og annars, eftir megni. Umr. urðu litlar en ræðu- menn málinu mjög hlyntir. Kosin 3ja manna nefnd til að athuga málið á fundinum. VII. Fyrirlestrastarfsemi. Héraðsstj. hafði frams. og lagði fram tillögu um að kjósa 3ja manna nefnd, sem kæmi fram með till. í málinu. Tillagan samþ. VIII. Óákveðin mál. Guðm. Sv. vakti máls á því, hvort ekki mundi heppi- legra, að stjórn U. M. F. 1. væri skipuð þremur mönnum í stað fimm eins og nú er. Umr. urðu litlar, engin till. kom fram. Jón Guðmundsson bókh. gaf ýmsar upplýsingar viðvíkjandi kaupum á bók- um. par á meðal að þótt öll félög í samb. sameinuðu sig um bókakaup, þá væri ekki hægt að fá betri kjör en hvert ein- stakt bókasafn gæti fengið. pá var gefið fundarhlé til nefndar- starfa. Kl. 10V2 var fundur aftur settur og tekið fyrir: IX. Nefndir skili störfum sínum. а. íþróttanefnd. Frsm. Ari Guðm., las hann og skýrði svohlj. nefndarálit: 1. S u n d. Flokkasund skal vera eins og áður, að öðru leyti en þvi, að tala keppenda sé eigi takmörkuð. Ekkert fél. getur unnið skjöldinn nema það sendi minst 3 menn. Heiðursskjal fær fljótasti maður i hverjum flokki. Hjá þeim fél. sem senda 2 eða fleiri menn í 3ja fl. skal taka hraða hins fljótasta við útreikning meðalhraða félagsins. Kvenna og drengjasund verði eins og áður. 2. G1 í m u r. Reglur um glimur frá 1921 haldist að öðru leyti en því sem hér segir: Verði þátttakendur færri en 4 úr 4 félögum, glíma allir í einum flokki. 3. H 1 a u p. Frjáls þáttt. Keppa skal i 100 og 400 m. hlaupi. 4. S t ö k k. Iieppa skal í hástökki og langstökki. 5. R e i p d r á 11 u r. Kept skal í reip- drætti á mótinu ef stj. sér það fært. Séu það sýslurnar sem keppa. pó gefst Brúnni kostur á að skifta sér um ána. Annars að verða með Borgfirðingum. Kjósa skal hér á þinginu sinn manninn úr hverri sýslu til þess að kveðja sam- an fulltrúa úr félögunum til að ræða um undirbún. б. Veðreiðar fari fram ef nægi- leg þátttaka fæst. Stjórnin ákveður verðlaun og setur nánari reglur. 7. Dómarar á mótinu séu vald- ir af stjórn samh. og alls ekki hlífst við að fara út fyrir samb. ef verulega hæf- ir menn eða hæfari fást með því móti. 8. pátttaka. Hvert félag skal gera stjórn samb. aðvart um þátttölcu, eigi síðar en viku fyrir mótið. Að öðrum kosti getur stj. meinað þátttökuna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.