Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1924, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1924, Blaðsíða 5
SKINFAXI 45 sýslu. Til að annast hana og önnur und- irbúningsstörf undir skólastofnun skal kosin 3ja manna nefnd og skal hún: — 1. Senda samskotalista til allra ung- mennafélaga í sýslunni, hvort sem þau eru í sambandinu eða ekki, og 2. leita álits og stuðnings mætra manna utan- félags, sem líkindi eru til að málinu séu hlyntir. Að öðru leyti skal nefndin vinna sam- kvæmt skipulagsskrá sjóðsins. í nefndina voru kosnir: Jón Sigurðs- son frá Dagverðareyri, Steindór Stein- dórsson, Akureyri, og Helgi Daníelsson, Björk. 10. Bindindismál. pingið skorar á ungmennafélögin innan héraðssam- bandsins, að rækja af alhug bindindis- lieit sambandslaganna, og leitast við af mætti að vinna á móti drykkjuskap á félagssvæðinu. 11. Sambandsmál. Héraðsþingið tel- ur æskilegt að næsta sambandsþing U. M. F. í. hlutist til um, að ráðinn verði vel hæfur starfsmaður í'yrir sambandið. Hafi hann á hendi umsjón og útgáfu „Skinfaxa“, ferðist um og flytji fyrir- lestra, leiðbeini félögunum og annist þær framkvæmdir sem honum kunna að verða faldar með erindisbréfi. Héraðsþingið skorar á sambands- ]?ing að láta búa til merlci handa ung- mennafélögum nú þegar á næsta sumri, og vísar að öðru leyti til samþyktar er gerð var á héraðsþingi U. M. F. E. i l'yrra um stærð merkisins og gerð. 12. j?ingmannaerindi. — a) Ilér- aðsþing U. M. F. E. skorar á sambands- þing og samband U. M. F. í. að hefja nýja þjóðernisvakningu, sem miði að því, að efla metnað og sjálfstæðiskend þjóðarinnar inn á við og út á við, svo að hún verði sem mest sjálfri sér nóg, andlega og efnalega sjálfstæð, og varni því, að litlendar þjóðir skrifi henni boð eða bann að eigin geðþótta. Framkvæmd tillögunnar hugsast þannig: — Að fluttir verði livetjandi fyrirlestrar um sjálfstæði og siðferði. — A ð komið verði sem víðast á fót iðnaðarnámskeiðum allskonar, svo að menn læri að meta sín eigin verk. — A ð efla héraðs og lýðskólalireyfing- una. b) Héraðsþingið skorar á héraðs- stjórn: — Að beita sér fyrir því, að félögin lialdi sameiginlegan útifund að sumrinu. — A ð hlutast til um að fé- lögin sendi mann á fundi hvort til ann- ars til að flytja erindi á félagsfundum. — A ð senda hæfan mann eða menn til félaga á sambandssvæðinu til að fræða þau um stefnumál sambandsins og hin sameiginlegu mál þeirra og hvetja þau til að ganga í sambandið. 13. Kosnir fullírúar á sambands- þing': — Aðalfulltrúar: Iiristján Ivarls- son, Akureyri, Yilhjálmur þór, Akur- ejrri, porsteinn porsteinsson, Alcureyri, Steindór Steindórsson, Akureyri. — Varafulltrúar: Helgi Eiríksson, póru- stöðum, Karl Pétusson, Blómsturvöll- um, Jón Sigurðsson, Akureyri, Kristinn Stefánsson, Völlum. 14. Kosin héraðsstjórn til næsta árs: Héraðsstjóri: þorsteinn porsteinsson, Ak., til vara: Halldór Ásgeirsson, Ak. Héraðsritari: pormóður Sveinsson, Ak., til vara: Vigfús Friðriksson, Ak. Hér- aðsféhirðir: Stefán Ág. Kristjánsson, Ak., til vara: Ragnar Davíðsson, Kroppi. Endurskoðendur voru kosnir: Jakob Frímannsson, Akureyri, og Halldór Guðlaugsson, Hvammi. porsteinn porsteinsson forseti. pormóður Sveinsson ritari.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.