Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1924, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.08.1924, Blaðsíða 1
S&\xv$ax\ 8. BLAB EEYKJAYÍK, ÁGÚSX 1924. XV. ÁR Til Austmanna á sambþing í U.M.F.L Heiðruðu norrænu frændur og aðrir félagar! Tilefni "þess, áð það fellur í minn hlut að segja nokkur orð hér í kveld er það, að eg hefi hlotið þann heiður að skipa forsæti Sambandsþings U. M. F. í. J>egar börn eru glöð, geta þau venju- lega um tilefnið; vil eg fara að dæmi þeirra. — 1 fyrsta lagi er mér það gleði- efni, að vera nú þátttakandi í voryrkju- starfi „Vormanna Islands" með bestu mönnum þeirra, og þannig hlynna að vorgróðri þessa þjóðlifs. Prófessor Sig. Nordal sagði í minnisræðu Jóns Sig- urðssonar i dag, að það fegursta i ísl. þjóðlífi væri trúin á vorið. Hann sagði líka, að vorkuldarnir væru það bitrasta, sem við þektum. Kemur mér ósjálfrátt í hug kvæði Jónasar Hallgrímssonar um fuglinn, sem var „frosinn niður við mosa," bundinn þeim dróma, „sem að frostnóttin fyrsta festi með væng á gesti". Drengurinn lagðist niður og „lagði lítinn munn á væng þunnan," og þiddi frost-böndin, svo litli fuglinn gat flogið; en hann sat eftir sárglaður og með tárum. — pað eru tiðir vorkuldar á þessum tímum, sem tefja fyrir vor- gróðri þjóðlífsins, og það koma frost- nætur, sem helfjötra andlega flugvængi íslenkra ungmenna, sem faðir ljósanna hafði gefið þeim til þess að lyfta sér á í hæðirnar til hans. Starf U. M. F. í. er fyrst og fremst það, að vernda lífsafl hinna ungu, og ekkert þekki eg sælla en það, ef takast mætti að losa vorgróður íslensks þjóð- lífs úr frostviðjum manndóms- og menningarleysis, tisku og tildurs sam- tíðarinnar. — Takist það ekki, þá er starfið ónýtt og við köfnum undir því nafni, sem veglegast gat valist okkur: „Vormenn íslands". — Nei, bjartsýnn vil eg vera, og trúa á mátt hins góða, og gleði mín er þvi óblandin að vera í þessum hóp, þrátt fyrir biturleik vor- kuldanna, því eg finn og sé sólargeisla menningarinnar skína gegnum kólguna. Annað efni gleði minnar er það, að hér gefst mér kostur þess, að kynnast og fagna nokkrum ungmennafélögum frá móðurlandi íslands, Noregi, sem hér á landi eru gestir Héraðssambands Kjalarnesþings. Finn eg ástæðu til að þakka því sambandi, fyrir að hafa boð- ið þeim út hingað. — „pað er sem sjái cg móður móður minnar," sagði Matth. Jochumssonar, er hann leit Noreg. Ef til vill hafa gestirnir alið svipaðar skyld- leikahugsanir, er þeir nú í fyrsta sinn æfinnar litu þetta land, og hugsað á þá leið: J?að er sem sjái eg d ó 11 u r móð- ur minnar. Ef til vill hafa þeir J>á hugs- að um arfinn, sem dóttirin tók hjá móð- ur sinni og hvernig hún varðveitti hann. pegar eg minnist á arfinn, finn eg, að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.