Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1924, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1924, Blaðsíða 6
62 SKINFAXI hafa nefilt „skræfur", kerlingahjal og skriffinska eru aðalatriði lífsins. Hvort inundi Iíklegra til gagnlegrar íramtiðar í þessu landi. Mér finst það sæmandi líking, að á meðan „skræfan" rotnar á einu ári, muni hið tápmikla þurfa tíu ár til. Eg segi þctta ekki í 'þeim tilgangi, að fordæma tilveru kaupstaðanna mcð öllu, heldur til þess að menn athugi hina fullkomnu nauðsyn, þá, að vöxtur kaup- staðanna haldist í hendur við vöxt og viðgang sveitanna. Samstarf og samvera þarf að geta átt sér stað í svcitunum engu síður en í kaupstöðunum. Sameiginlegar hugsjón- ir þurfa að tengja sveitafólkið saman, og þær eru nógar til. Hver sveit ætti að keppa að því, að verða fremst í röð- inni hvað gagnlegar framkvæmdir snertir. Kapp og metnaður er forn-ís- lenskt. En það á þá hvergi rétt á sér, cf ekki á þcnnan hátt. Hver sveit þarf að eignast góða, ak- færa vcgi, ágæt húsakynni handa mönn- um og málleysingjum, sem um liggi rafmagnsæðar til allra nauðsynlegra hluta og — síðast, en ekki síst — rækt- að, girt og sléttað fóðurland, svo mikið, að nægi til afurðaframleiðslu öllum íbúunum, svo að ekki þurfi að elta ól- ar við sinutoppa fram um reginfjöll, en nota að eins þau engi, sem með girð- ingum og skynsamlegri notkun bregð- ast ekki. pegar svona er komið, alment, þá get- um við sagt, að landbúnaðurinn íslenski hafi tekið framförum. En þá hefir f ólk- ið lika tekið framförum, því þetta fæst aldrei, fyr en menn og konur, ungir og gamlir, vinna hlutdrægnislaust að fram- kvæmdunum. Einhver hinn öflugasti grundvöllur undir slíku starfi í okkar sveitalífi er — að mínum dómi — ungmennafélags- skapurinn. En sú grundvallarlagning er í því fólgin, að ungmennafélögin æfa æskulýðinn, og hina eldri líka, ef þeir vilja vera með, í heilbrigðu samstarfi, sem í framlíðinni ætti að geta haldist svo að til gagns mætti verða viðreisn hinna islensku sveita. Heilbrigðu samstarfi, segi eg, og eg segi það vegna þess, að það er einmitt stæi*sti gallinn á öllum okkar félags- málum — íslendinga —, að þau eru meira og minna lituð og blönduð öfund. hégómlegri mctorðagirnd, sérdrægni og þar af leiðandi óhreinskilni og undir- ferli, sem hvervetna kcmur fram í þjóð- lifi okkar, með allri þess lýðstjórn og frelsi, í hinum alþektu myndum, sem táknaðar eru með orðunum „baktjalda- makk" petta er eitt af því, sem ungmenna- félögin eiga að laga, samfara því, sem 'þau tryggja og efla vöxt þess og við- gang, sem miðar til íslenskx'ar fram- tíðar gagnsemi, er bygt er a íslensku starfsþoli og dug. pess vegna væru þeir menn hins vesælasta nöðrukyns, sem gælu lagt sig niður við, að beita undir- ferli við framgjarnan, óspiltan ungdóm, til þess að koma fram því, sem þeir vildu, nýtu og ónýtu. En þetta á scr stað — því miður -— og kemur oftast í'ram í hinum sætlegu myndum, — smjaðri og fagurgala, sem refkeilur þcssar fá sér að klæðnaði í baráttunni fyrir því, að ónýta starf hinna bestu manna. petta er það, sem eg kalla ræktar- Ieysi fólksins, því þótt slíkir smjaðurs- piltar þykist byggja starf sitt hvervetna á ættjarðarást og annari göfgi, þá verð- ur afleiðingin aldrei annað en samtaka- leysi, sundrung og ófagnaður, sem hef- ir í í'ör með sér ræktarleysi við móður okkar allra — ættjörðina. Eg held að hér sé ærið verk að vinna handa ungmennafélögunum. Verk, sem ekki útheimtir fé, annað en ósérplægni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.