Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1924, Síða 6

Skinfaxi - 01.08.1924, Síða 6
62 SKINFAXI hafa nefnt „skræfur“, kerlingahjal og skriffinska eru aðalatriði lífsins. Hvort inundi líklegra til gagnlegrar framtíðar i þessu landi. Mér finst það sæmandi líking, að á meðan „skræfan“ rotnar á einu ári, muni Iiið tápmikla þurfa tíu ár til. Eg segi þctta ekki í 'þeim tilgangi, að fordæma tilveru kaupstaðanna mcð öllu, heldur til þess að menn athugi hina fullkomnu nauðsyn, þá, að vöxtur kaup- staðanna haldist í hendur við vöxt og viðgang sveitanna. Samstarf og samvera þarf að geta átt sér stað í svcitunum engu síður en í kaupstöðunum. Sameiginlegar hugsjón- ir þurfa að tengja sveitafólkið saman, og þær eru nógar til. Hver sveit ætti að keppa að því, að verða fremst í röð- inni hvað gagnlegar framkvæmdir snertir. Kapp og metnaður er forn-ís- lenskt. En það á þá hvergi rétt á sér, cf ekki á þennan hátt. Ilver svcit þarf að eignast góða, ak- færa vegi, ágæt Jnisakynni handa mönn- um og málleysingjum, sem um liggi rafmagnsæðar til allra nauðsynlegra hluta og -— síðast, en ekki síst — rækt- að, girt og sléttað fóðurland, svo mikið, að nægi til afurðaframleiðslu öllum íbúunum, svo að ekki þurfi að elta ól- ar við sinutoppa fram um reginfjöll, en nota að eins þau engi, sem með girð- ingum og skynsamlegri notkun bregð- ast ekki. pegar svona er komið, alment, þá get- um við sagt, að landbúnaðurinn íslenski hafi tekið framförum. En þá hefir fóllc- ið líka tekið framförum, þvi þelta fæst aldrei, fyr en menn og konur, ungir og gamlir, vinna hlutdrægnislaust að fram- kvæmdunum. Einhver hinn öflugasti grundvöllur undir slíku starfi í okkar sveitalífi er — að inínum dómi — ungmennafélags- skapurinn. En sú grundvallarlagning er í því fólgin, að ungmennafélögin æfa æskulýðinn, og hina eldri líka, ef þeir vilja vera með, i heilbrigðu samstarfi, sem í framtiðinni ætti að geta lialdist svo að til gagns mætti verða viðreisn hinna islensku sveita. Heilbrigðu samstarfi, segi eg, og eg segi það vegna þess, að það er einmitt stærsti gallinn á öllum okkar félags- málum — Islendinga —, að þau eru meira og minna lituð og blönduð öfund, hégómlegri metorðagirnd, sérdrægni og þar af leiðandi óhreinskilni og undir- ferli, sem hvervetna kemur fram í þjóð- lifi okkar, með allri þess lýðstjórn og frelsi, i hinum alþektu myndum, sem táknaðar eru með orðunum „baktialda- makk“ petta er eitt af því, sem ungmenna- félögin eiga að laga, samfara þvi, sem þau tryggja og' efla vöxt þess og við- gang, sem miðar til íslenskrar fram- tíðar gagnsemi, er bygt er á íslensku starfsþoli og dug. pess vegna væru þeir menn Iiins vesælasta nöðrukyns, sem gælu lagt sig niður við, að beita undir- ferli við framgjarnan, óspiltan ungdóm, til þess að koma fram því, sem þeir vildu, nýtu og ónýtu. En þetta á sér stað — því miður — og kemur oftasl frarn í hinum sætlegu myndum, — smjaðri og fagurgala, sem refkeilur þcssar la sér að klæðnaði i baráttunni fyrir þvi, að ónýta starf liinna bestu manna. petta er það, sem eg' lcalla ræktar- leysi fólksins, því þólt slíkir smjaðurs- piltar þykist byggja starf sitt hvervetna á ættjarðarást og annari göfgi, þá verð- ur afleiðingin aldrei annað en samtaka- leysi, sundrung og ófagnaður, sem lief- ir í för með sér ræktarleysi við móður okkar allra — ættjörðina. Eg held að hér sé ærið verk að vinna handa ungniennafélögunum. Verk, sem ekki útheimtir fé, annað en ósérplægni

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.