Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1924, Síða 7

Skinfaxi - 01.08.1924, Síða 7
SRINFAXI 63 og starfsþol, sem enginn góður dreng- ur telur eftir að láta í té, sjálfum sér, samtíð sinni og framtíðinni til ómetan- legs gagns. pegar svo þjóðarþroskinn er kominn á það stig, að hver og einn er þess al- biiinn að leggja skerf sinna möguleika i sölurnar fyrir almenn velferðarmál, þá getum við vænst þess að ræktun auk- ist í stórum stíl. Ungdómurinn sjálfur fær þroska til þess að fara með fræðslumál sín og gerir það á heilbrigðum grundvelli, sem hvervetna kemur fram í þessari mynd, að uppala æskuna þannig, að hún og hennar þekking verði eitt, sem kemur fram í göfugu starfi, sem beint er i þá átt, að vinna Islandi gagn, sem er af- leiðing þess, að þekkingin — uppeldið —• tengir einstaklinginn hlóðböndum við æltjörðina. En það er ættjarðarást, sem kemur rækt í land og þjóð. Ungmennafélagshrcyfingin hefir þeg- ar hafið það starf, sem hugsjónir mín- ar, í þessu greinarkorni, liggja til, og þau nota til þess ýmsar leiðir. Leiðir, sem allar eiga það sameiginlégt, að efla þroska, samstarf og dug æskunnar. En það miðar til öflugrar ættjarðarræktar. Að þessu athuguðu vænti eg, að mönnum geti skilist, hver nauðsyn það er, að hver einasli maður leggi ung- mennafélögunum liðsyrði. Styðji að efling 'þcirra og gæfu. peirra, sem það gera, mun verða minst í framtíðinni scm manna, er heri ræktarhug til lands sins og þjóðar. Ingim. Tr. Magnússon. Hvaða framtíð á þetta land? Lífsmöguleikar. Um nokkurt árabil liafa augu hérlendra manna verið að opnast fyrir því, að ísland er auðugt land, en jafnframt kemur það í ljós, að fé og' þekkingu vantar til þess að hægt sé að hagnýta íbúum landsins auðinn. J?ó hefir nokkuð orðið ágengt síðuslu áratugina, einkum í því, að ná úr haf- djúpinu nokkru af þeim feikna auði, sem það geymir. Besl verður okkur Ijóst, hve mikið auðmagn hafsins er, þegar við atliug- um, hvc mikill floli útlendra gufuskipa sækir veiði hingað upp að ströndum landsins. Sá floti er svostórogkostarsvo mikið fé, að við getum verið vissir um, að hann er ekki búinn út og sendur þangað, sem fjárvon er litil. J?að er því engum vafa bundið, að mikill auður er fólginn í hafinu kringum Island. I því sambandi má minna á hvalveiðar Norð- manna áður, og síldveiðar þeirra nú, og svo fiskiveiðar Breta hér við land. Landbúnaður verður hér altaf frem- ur tckjurýr atvinnuvegur, og þó að menn læri að tryggja hústofn sinn fyr- ir fóðurskorti, J?á er ekki við því að bú- ast, að peningatekjur þaðan verði meiri en svo, að svari til þess, er árlega þarf til viðhalds og' örlítilla uinbóta. Með þeim byrðum scm nú hvíla á, þarf lang- an aldur til þess að safna þar nægu veltufé, en fjársöfnun er ein undirstaða þess, sem nú er kallað menningarlíf. J?ar sem fé er fyrir hendi, er hægt að láta framkvæma alt liugsanlegt. Byggja skóla, vegi, brýr, verksmiðjur, járn- brautir, skip o. fl. Án auðsöfnunar get- ur engin þjóð lifað blómlegu menning- arlífi. Tvent er aðalundirstaða auðsins, það cr fyrst og fremst framleiðslan sjálf, og svo breyting hennar i nytsamar vörur og — nothæfa hluti. Breyting fram- leiðslunnar er kölluð iðnaður. Til iðn- aðar þarf afl, og hagnaður af iðnrekstri verður því meiri, sem rekstursaflið er ódýrara og þekking þcirra sem vinna er meiri. Ötæmandi aflsuppsprettur eru

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.