Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1924, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1924, Blaðsíða 8
64 SKINFAXI í fossum og fallvötnum landsins, er nægja til þess að reka stórfeldan iðn- að, og bæta og auka f ramlciðslu alla og verslun. Áhugi manna er vaknaður til þess að hagnýta orku, sem þeir þektu ekki til skams tíma, og víst er það, að auður og hverskonar framfarir munu aukast, þegar farið verður að nota raf- magn til iðnaðar hér á landi. Ástandið nú. pað er ekki glæsilegt að litast um í þjóðfélagi voru nú. Víða blasa við rústir fyrirtækja, sem eru að hrynja saman, eða eru hrunin. Geigur hefir gripið alla, sem fást við fram- leiðslu, og mesta bölið, atvinnuleysið, liggur eins og mara yfir þjóðlífinu. Breyting er óumflýjanleg. Gömlu fram- leiðslutækin við sjóinn, árabátar og handfæraskip, gefa ekki lengur viðun- andi lífsuppeldi, hvorki þeim, sem vinna að aflanum á landi, eða á skipunum sjálfum. Auk þess hafa þau skip lagt of þungan skatt á þjóðina með manna- láti. Mun það hvergi finnast, að svo margir drukni eða láti lífið við ann- an atvinnurekstur, að tiltölu við fólks- fjölda. petta er hin mesta ógæfa og keinur korku í þjóðina yfirleitt. Flest- ir mennirnir, sem farast, eru ungir og efnilegir. J>eir láta oftast eftir sig ung börn, sem svo verða handbendi vina og vandamanna, og liggja oft sem þung byrði á þeim, sem ekki eru færir um að sjá fyrir sér sjálfir. Verða þar af leiðandi vanrækt í æsku, og síðar ekki eins slarfhæfir menn og þau hefðu orð- ið undir umsjón foreldra sinna. J>etta er auðvitað engin algild regla, en hætt við að þarna hggi ein rótin til hnignun- ar þjóðfélagsins. Stærri skipin, togarar og vel útbúnir, stórir vélbátar, eru miklu tryggari og eftirsóknarverðari. Fyrst og fremst er lífið sjálft miklu tryggara þar, og svo verða tekjurnar af vinnu mannanna meiri. f>ó er afli stærri skipanna ekki eins vel nýttur og verða má. Má þar benda á fiskúrgang, sem mokað er í sjóinn af togurunum af 'því að þekkingu vantar og tæki, til að búa til ýmsar vörur úr honum, svo sem áburð, lím, beinvörur, fituvörur o. fl. pá er einnig athugavert, hversu litil stund er lögð á lúðuveiði, sem þó er mikið af hér við land, og hve lítið er gert til, að gera þann afla verðmætan. Nú borga efnaðir útlendingar 3—4 kr. fyrir kíló af lúðu, en hér fæst ekki meira en 30—100 aurar fyrir kílóið, og ekki nálægt hærri tölunni nema þar, sem hægt er að selja nýtt í bæjunum. Mestöll lúða, sem veiðist kringum land alt, verður ekki meira virði en 30 aura kg., og er það 10 sinnum minna, en hægl er að fá á erlendum markaði. Skipulagsleysi og samtakaleysi veldur því, að ekki er mögulegt að ná hærra vcrðinu, nema fyrir það eitt, er togar- ar veiða og flytja út. Framh. Fréttir. íþróttamót. Héraðssambandið „Skarphéðinn" hélt íþrótlamót við pjórsárbrú 28. júní sl. Sigurður Greipsson, glímukonungur íslands, setti mótið. Er hann formaður Héraðssambansins „Skarphéðinn". Gat hann þess, að helmingur af ágóðanum af mótinu rynni til héraðsskóla Suður- lands. Guðmundur Björnson landlæknir og Helgi Valtýsson forstjóri, fluttu ræður. Lúðrasveit frá Beykjavík lék „Ó, guð vors lands". Iþróttamenn keptu um verðlaun fyr- ir hlaup, stökk og glímur. Bæði fullorðnir menn og unglingar tóku þátt i iþróttunum. , Nokkuð á annað þúsund manns var á mótinu. PJELAOSPRENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.