Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 1
• ax\ 9. BLAÐ REYKJAVÍK, SEPT. 1924. XV. AK Hvaða framtíð á þetta land? Frh. Útkjálkaþorp. J>rjá síðustu áratug- ina hafa þorp verið að myndast hér við strendur landsins. Menn hafa kepst við að flytja sem næst góðum fiskimiðum, og er það síst að undra. Árabátarnir og litlu vélbátarnir, hafa þar verið aðal- tækin. En nú er hætt við, að þetta þurfi að breytast. Litlu bátarnir bera ekki allar þær skyldur, skatta og kröfur, sem gerðar eru til útgerðarinnar. Svo geta komið mörg ár í röð, að fiskur gangi ekki heim að bæjardyrum hvers þorps, en þá er enainn kostur að leita burtu í'yrir þá, sem léleg hafa tæki. Verður þá oft þröng i búi. Menn saka stærri skipin um það, að veiði bregst á grunn- miðum hér og þar, en eigi virðist það nægilega rökstudd ásökun. Má benda á, að áður, þegar fiskleysiár komu, þá kendu menn það Frökkum og Hollend- ingum, að þeir lokkuðu fiskinn frá landinu. Hitt virðist aftur augljóst, að eitt árið er aflasæld fyrir Vestfjörðum, annað árið fyrir Austf jörðum og þriðja fyrir Norðurlandi. Skipin verða þvi að vera svo stór, og vel út búin, að þau geti sótt veiði hvar sem er, kringum landið. Stóru skipin verða að eiga heima við góðar hafnir, og best væri, að önn- ur náttúruskilyrði væru þar til staðar, svo sem fallvötn, eða grasnytjar. porp, sem eiga að striða við hafnleysi, verða fyrr eða síðar að leggjast niður. Fólkið flytur þaðan smám saman, ef unt verð- ur að bæta við þann skipastól, sem er tryggari fyrir líf manna og afkomu, en það fer eftir þvi hvort stærri skipin geta borið sig fjárhagslega. Mesta bölið. Atvinnuleysið verður altaf mesta bölið. pað dregur margt ilt á eftir sér, og úr því verður að bæta, ef nokkur kostur er. Fyrir fáum árum gátu menn unnið sér svo mikla pen- inga á sumri, að nægði yfir alt árið, en það er hvorki faolt né eðlilegt, nema menn séu svo þroskaðir, að með það kunni að fara, en þvi miður hefir það eigi reynst svo. Hollast er að hafa vinnu alt árið um kring, og að hún sé svo borguð, að menn geti lifað sæmilega, og tekið sér hvíld frá störfum ef þurfa þykir. Iðjuleysi í sjóþorpunum, þegar ekki gefur á sjó, er ekki gott, því að þá leiðast menn helst út í allskonar drabb, svo sem spil og vínnautn. Bráðabirgðaúrræði. Öllum er það ljóst, að eigi dugir að henda frá sér þeim tækjum, sem nú eru fyrir hendi. Heldur verður að nota þau, slíta þeim út. Síldveiðin er líkleg til að geta gefið fé, og verið öruggur atvinnuvegur. En þá má ekki hugsa eingöngu um að salta síldina til útflutnings, heldur miklu i'remur að vinna úr henni lýsi og mjöl. Verður þá vænlegast að reisa verksmiðj- ur við góðar hafnir nálægt sildveiði- stöðvunum, og safna þangað fiskiskip-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.