Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI víðtæk áhrif á hugsunarhátt þjóðarinn- ar. Bindindishugsjónin, trúmálanýjungar síðari ára, samvinnuhugsjónin o. m. fl., hafa að vísu mætt mótspyrnu í fyrstu og eiga marga mótstöðumenn, enn þann dag í dag. Nú fyrir fáum dögum hefir þó fyrsta Goodtemplar-stúkan, sem stofnuð var hér á landi, lialdið 40 ára afmælis- liátíð sína, og starfsemi reglunnar verið minst út um land alt, með þakklæti og hlýjum hug. Ungmennafélagsskapurinn sætti nokk- urri mótspyrnu í fyrstu, einkum meðal sumra eldri manna. Forgöngumennirn- ir voru kallaðir „oflátungar“, „spjátr- ungar“, „uppskafningar“, og þar fram eftir götunum. En unglingarnir voru fljótir að átta sig á hugsjóninni. Ein- kunnarorðin „Islandi alt“, voru svo meist- aralega vel til fundin, til að slá á strengi tilfinninganna, að félagsskapurinn barst á skömmum tíma út um alt land, og náði að festa rætur meðal æsulýðsins og hafa örfandi og bætandi áhrif. Nú er öll mótspyrna gegn félagsskapn- um horfin fyrir löngu. Forgöngumenn- irnir eru nú taldir með velgerðamönn- um þjóðarinnar, þar á meðal Jóhannes Jósefsson, sem cinna mestu aðkasti sætti i fyrstu. Hann er nú orðinn heimsfræg- ur iþróttamaður og liefir unnið þjóð sinni út á við hinn mesta sóma, því hann hefir aldrei farið dult með það, að hann væri íslendingur. Inn á við hefir félagsskapurinn orð- ið vakning, einkum meðal æskulýðsins, glætt ættjarðarástina og félagslifið og kent meðlimum sínum að hugsa og starfa í félagi og fórna sér í þarfir hug- sjónanna. Frá gróðrarstöðvum félaganna, eða samhliða þeim, hefir trjárækt og blóm- rækt breiðst út til margra heimila, til ánægju og prýðis fyrir þau. Ennfremur hafa félögin lagt stund á ýmsar íþróttir og glætt áhuga fyrir þeim, svo nú eigum við marga efnilega íþrótta- menn. Félagsskapurinn hefir þvi starfað að uppeldis og siðgæðismálum þjóðarinn- ar, bæði beinlinis og óbeinlínis, frá þvi hann var stofnaður fyrir tæpum 20 ár- um. þessi tími er ekki langur miðað við æfi lieillar þjóðar, og ekki sann- gjarnt, að vænta mikils af svo ungum félagsskap. J?ó eru ávextirnir þegar aug- ljósir: Aukinn áhugi og menning, starl- hæfara fólk, betri Islendingar. J?að þarf ekki að leita langt til að sanna þetta. Fyrstu ungmennafélagarn- ir eru nú margir komnir i sjálfstæðar stöður og bera yfirleitt af öðrum jafn- öldrum sínum, sem utan við félagsskap- inn hafa staðið, eða svikið hugsjónina. Og það eru ungmennafélagarnir, sem líldeg'astir eru til að leiða þjóðina út úr þeirri herleiðingu fátæktar og niður- lægingar, sem hún er nú stödd í, vegna þess, að þeir liafa lært að vinna saman í þarfir hugsjónanna og fórna sér fyrir þær. í þessu félagi, sem hefir boðið okkur hingað í kvöld, hefir Vestueldurinn logað bjartur og skinandi í 14 ár. Vestu- meyjarnar hafa gert skyldu sína, að láta liann hvorki fölskvast eða deyja. En — hvar er hofið? Getum við hreppsbúar lengur horft á það kinnroðalaust, að Jæssir merkir- berar ættjarðarástar og annara þjóð- félagsdygða þurfi hér eftir að kynda elda sína undir beru lofti, eða að liggja á bón- björgum með liús, eins og hingað til? petta má ekki eiga sér stað framveg- is. pað lamar félagsskapinn fyr en var- ir og dregur til þess, að eldurinn hlýtur að slokna. Nú verður að hefjast handa. Við verð- um að taka okkur í munn einkunnarorð- in: „íslandi alt“ og hjálpa U. M. F. til

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.