Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1924, Blaðsíða 8
72 SKINFAXI afleiðinga stríðsins var mjög dýrt að byggja á þessum árum. En ekkert get- ur hindrað góðan vilja. Skólinn varð að komast upp, hvað sem hann kostaði. Marga örðugleika varð samt að yfirstíga. Menn, sem berjast fyrir hugsjónum, hafa sjaldan mikla peninga. Öfundsýki kyrstöðumanna, lætur framsækna og djarfa foi-ystumenn aldrei í friði. Bukh fékk ekki síður að kenna á þessu en aðrir menn, þótt hann nú standi sigri hrósandi yfir stéttarbræðrum sínum í Danmörku. Skólinn hefir nú starfað í 5 ár og á annað þúsund manns, bæði konur og karlar, hafa lokið námi við hann. Allir geta þvi skilið, liversu mikla þýðingu hann hefir fyrir leikfimisfélögin í land- inu. Síðastliðið sumar var lokið við að byggja nýtísku íþróttavöll sem liggur liér um bil 100 m. frá skólanum. Auk hans eru margir fleiri vellir í landeign skólans, sem notaðir eru fyrir knatt- leiki og aðrar úti-æfingar. Á næsta vori verður sennilega hyrjað á að byggja sundhöll við áðra hlið leikfimisskólans, þá fyrstu í Danmörku. Verður hún bæði stór og skrautleg. Áformað er að full- gera hana það sama sumar, svo að nem- endur skólans geti lært sund veturinn eflir. pótt skólinn í Ollerup hafi mesta þýðingu fyrir Dani, liafa samt aðrar þjóðir notið góðs af starfsemi Niels Bukhs. Ivonur og karlar frá fjölda mörgum löndum hafa komið til skól- ans. Ýmist dvalið þar langa tíma, eða verið þar sem vanalegir nemendur. Enda mun ekki ofmælt, þó eg segi að leikfimisskólinn í Ollerup sé mesta íþróttaheimili á öllum Norðurlöndum og líklega þótt viðar væri leitað. Á Olympíuleikjunum 1912 og 1920 var Niels Bukli með leikfimisflokka Dana. þar að auki hefir hann ferðast með leikfimisflokka til Englands, Frakklands, pýskalands, Austurríkis, Sviþjóðar, og síðast en ekki síst, til Ameríku siðastliðið haust. Fór hann þangað með 30 manns, 2 flokka, konur og karla, og hafði um 40 sýningar í ferðinni. Eins og fyr er sagt, hefir Niels Bukh mætt mótspyrnu og lent i deilum út af leikfimisstarfsemi sinni. Hér skal ekk- ert um það sagt, hvor málsaðili hafi borið þar hærri hlut frá borði. En eitt veit eg, að verk hans í Ollerup sýna sig. Niels Bukh er höfðingi í lund og djarfnr i framkomu og hverjum þeim manni tryggasti vinur, sem trúir á framtíðina og sigur hins góða. Og hver maður sem kynnist honum, hlýtur að verða snortinn af starfslöngun lians og áhuga. Má sjá þess merki við bænda skólana á Hólum og Hvanneyri, að leik- fimiskennarar þeirra hafa dVahð hjá honum. Síðar verður ef til vill tækifæri til að minnast á hvernig starfsemi hans getur orðið okkur íslendingum til fyr- irmyndar. Jón porsteinsson frá Hofsstöðum. Mötunejdi. Mötuneyti Kennaraskólans og Sam- vinnuskólans reyndist bæði gott og ódýrt síðastliðinn vetur, enda lítur út fyrir, að það verði fjölsótt næsta skóla- ár. því ættu allir nemendur þessara skóla og aðrir, sem kynnu að vilja kaupa fæði í mötuneytinu, að sækja um það fyrir 20. september n. k. til Sigur- geirs Friðrikssonar, Sambandshúsinu. Reykjavík. FJEI.AGSPHENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.