Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1924, Síða 4

Skinfaxi - 01.10.1924, Síða 4
76 SKINF AXI legt, að þær geta tekið þátt í fleiri leikj- um en dansi. Og þar við bætist, að knattspyrna hefir þvi aðeins gildi, að skipulega og rétt sé æft, en á því hefir viljað verða misbrestur hér i Reykja- vík og er hætt við að svo verði víðar, en við það getur leikurinn orðið bæði ruddalegur og ósiðlegur, og ært upp sumt af því, sem verst er til í mann- legu eðli. pessvegna eru það margir leikir fremur, sem ungmennafélögin ættu að leggja sig eftir. Leikir sem eru miklu betur við þeirra hæfi, — þurfa færri þátttakendur og piltar og slúlk- ur geta leikið jöfnum liöndum. En af því að leikir eru svo lítið þekt- ir hér og fáir kunna, hefi eg lofað „Skin- faxa“ að skrifa upp nokkra leiki lianda honum til að birta. En eg skal taka það fram, að það er mjög örðugt að skrifa svo um leiki að hægt sé að læra þá til hlítar eftir því. En eg vil ráðleggja þeim ungmennafélögum, er halda íþrótta- námsskeið, að tryggja sér að kennar- inn kunni eitthvað dálítið af leikjum, því án þeirra verða námsskeiðin altaf dauf og fjörlaus. Framh. Valdemar Sveinbjörnsson. Þórður Hafliðason. (Minning um látinn félaga). pórður Hafliðason að Neðri-Bakka í Langadal við Isafjörð lést að heimili sínu hinn 19. ágústmánaðar s.l. Var hann ekki þrítugur að aldri. Hlýðir að hans sé ekki ógetið í Skinfaxa, þvi að hann var ungmennafélagi sannur og dugandi, svo að leit verður að öðrum slílcum. Hann var formaður ungmenna- fél. Huld á Langadalsströnd tvö til þrjú árin síðustu og reyndist félagi sínu hinn ötulasti og ótrauðasti maður til allra framkvæmda, enda hefir félagið á þess- um árum unrfangsmikil og erfið verk- efni mcð höndum (svo sem heimaiðju, námsskeið eitt eða fleiri á ári hverju, starfrækslu sundlaugarinnar í Reykja- nesi o. fl.). — Að vísu hefir félag þetta haft ýmsum öðrum góðum félögum á að slcipa, en pórður sál mun þó nú á sið- ari árum hafa haft alla forgönguna mest á höndum meðan hans naut við. Eg hafði nokkuð mikil kynni af J?órði heitnum fyrir starfsemi hans i ung- mennafélagsskapnum, bæði heima i fé- lagi hans, svo og fyrir samveru á fjórð- ungs- og héraðsþingum hér vestra, sem hann lét sig sjaldnast vanta til þrátt fyrir löng og erfið ferðalög. Minnist eg hans jafnan fyrir fram- úrskarandi áhuga, óeigingjarna fórn- fýsi og atorku að vinna þeim málstað hvervetna til heilla og umbóta. Auk starfseminnar í U. M. F. Huld og annars á vegum ungmennafélags- skaparins var J>órður heitinn og hinn nýtasti maður til allra starfa og lík- legur til enn meiri uppbyggingar fyrir bygðarlag sitt, hefði honum orðið Iengra lífs auðið. — Styður þetta þá viðeigandi skoðun, að góðir ungmenna- félagar verði jafnan vænni menn og nýtari í hvivetna. J?að er að vísu sárt og raun mikil, — einkum fyrir þá sem nákomnir eru — að sjá á bak svo nýt- um dreng og góðum á unga aldri. En það er líka mikil bót að geyma svo góða minningu sem hans, og að í mörgu getur hann verið öðrum fyrirmynd. Eg vil ekki lengja þessi orð frekar, því að J>órði sál. ætla eg betur lýst en eg fæ gert í eftirmælum þeim, er hér fylgja, og einn góður félagi hans hefir rétlilega um hann kveðið. Guðm. frá Mosdal.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.