Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1924, Síða 5

Skinfaxi - 01.10.1924, Síða 5
SKINFAXI 77 Hugleiðing. Á síðari árurn, einkum síðan Island varð fullvalda ríki, hafa ekki svo fáir Danir ferðast til íslands, annaðhvort lil að dvelja þar eilt sumar eða lengur, eða sem stutta skemtiferð til að kynnast landinu og þjóðinni. Eg hefi haft tækifæri til að tala við marga af þessum gestum okkar, enn- fremur hlustað á fyrirlestra og lesið dagblaðagreinar um ísland, og mér til mikillar ánægju hefi eg fengið að heyra einróma lof um ísland og íslendinga. Eins og vænta má eru þeir fyrst og fremst hrifnir af náttúrunni. Hún er ekki aðeins fegurri og stórkostlegri en víðast hvar annarstaðar, heldur einnig töfrandi og áhrifamikil. Hún hefir eilt- hvað það við sig, sem hvergi finst ann- arstaðar, og Iiver, sem einu sinni hefir litið ísland, gleymir því aldrei aflur. En náítúran er hörð, full af mótstæðum, „með undarlegt samhland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjá“. En samræmið er ekki roíið. pjóðin er í aðdáanlegu samræmi við landið, gestrisin, harðfeng og fram- gjörn. þrált fyrir örðuga tíma, eru þó fram- farirnar meiri cn nokkru sinni áður og þess verður ekki langt að biða, að is- lendingar standa jafnfætis öðrum þjóð- um, að svo miklu leyti sem náttúran leyfir það. Á þessa leið hljóðar í stuttu máli dóm- ur danskra gesta um okkur og landið okkar. Óneitanlega er sá dómur vægari en sá er við kveðum upp yfir okkur sjálfir, en vera má að hér sannist gamli málshátturinn: „Glögt er gests augað.“ Ef til vill metum við okkar framfarir of lágt, þegar við herum þær saman við aðrar þjóðir, og eitt er vist, að í slíkum samanburði er margs að gæta. S K 1 N F A X 1 Ctgefandi: Samb. Ungmennafél. íslands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júli. Ritsjórn, afgreiSsla og innheimta: Skin- faxi Rcykjavík Póstliólf 516. Eg þykist vita að það séu margir, sem nú líta svart á framtíðina. Fjárhags- kr öggurnar kreppa víða að og hver hef- ir nóg að hugsa um sig og sitt daglega brauð. Allar hugsanir um bjarta frain- tíð og framfarir eru æfinlýraborgir, sem heyra skáldunum til. pað er ef til vill nokkur vorkunn þótt hugsanirnar geti orðið á þessa leið, þvi altaf eru það hinar daglegu þarfir, sem harðast knýja á. En á hinn bóginn held eg, að í þeim kringumstæðum sé mörgum hætt við að verða svartsýnir, telja sér trú um, að þeir séu olbogabörn veraldarinnar, af forlögunum niður-settir norður við lieimsslcautsbaug, langt frá umheimin- um, sem oft í ræðum og ritum fær svo í'agran og heillandi blæ. peim finst alt svo litilsvert og leiðinlegt heima, nátt- úran, landið, þjóðin leggi óyfirstigan- legar hindranir í veginn, sem þýðing- arlaust sé að eyða kröftum sínum í að yfirbuga. En önnur lönd: „par rísa bjartar hallir, sem ei hrynja og hreim- ur sælur fyllir bogagöng.“ En þegar til útlandsins kemur, hrynja hallirnar. par er reyndar margt fallegt að sjá, en líka margt að forðast, og flestir munu kom- ast að þeirri niðurstöðu, að þegar alls er gætt er þó liest að vera heima. Sá hugsunarháttur, að alt sé betra annar- staðar en heima, er skaðlegur, og hef- ir oftast ekki við neitt að slyðjast, og margoft hefir það reynst svo, að þeim sem fara útí heiminn, til að leita gæf- unnar, fer eins og barninu, sem reynir að höndla sólargeislana. Eins og reynsl-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.