Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1924, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1924, Blaðsíða 6
78 SKINFAXI an smámsaman kennir barninu að all- ar þess tilraunir eru þýðingarlausar, eins snýr hinn leitandi maður heim aftur fullviss um að nú sé hamingjuna hvergi að finna nema heima. En sem hetur fer, eru það heldur ekki allir, sem líta svart á framtíðina. J>að eru margir, sem sjá fram úr dimm- unni, sem vita, að altaf kemur skin eftir skúr, og að erfiðu timarnir eru besti kennarinn. „Ef þú vex, þá vex eg líka" sagði þ>ór þegar hann óð ána. J>etta á að vera kjörorð íslensks æskulýðs. En jafnframt verður það að vera ljóst, að það er ekki nóg að einstakir menn sjái hvað gera þarf og leggi hönd á plóg- inn, það þurfa allir að gera þ a ð. J?að er gott að eiga góða leið- toga, sem benda hvert eigi að stefna, og hvernig léttast verði komist að mark- inu, en ef þjóðin ekki gerir sér far um að skilja þá, setur á þá alla ábyrgðina og vill sjálf standa utan við og horfa á, þá er dómurinn þegar uppkveðinn. Góð- ur herf oringi er gagnslaus án hermanna. pegar eg fyrir nokkrum dögum fékk bréf frá ritstjóra þessa blaðs, þar sem hann meðal annars mintist á mikið at- vinnuleysi i Reykjavík, lét eg hugann sem snöggvast líða heim, og hvað sá eg? Fossana, mýrarnar, sandana, óunnu afurðirnar. Alt bíðurþessaðmannshönd- in komi, beisli fossana, rækti mýrarn- ar, græði sandana, setji á stofn verk- smiðjur til að vinna íslenskar afurðir. Er ekki nóg verkef ni ? Og þó er atvinnu- leysi. Eg vona að ungmennafélögum finnist eg ekki vera kominn út fyrir þeirra starí's- og hugsunarsvið og þessvegna vil eg í þessu sambandi leyfa mér að fara nokkrum orðum um íslenska iðn- aðinn. Eftir því, sem mér er kunnugt, eru þær fáu íslensku verksmiðjur, sem nú starfa, lítið þektar, og þvi siður að það sé sókst eftir afurðum þeirra, af þvi að þær eru islenskar. ]?vert á móti. Margir, sem beinlínis heldur vilja kaupa það sem er danskt, af því að það er „fínna". Með þessum hugsunarhætti blómgast islenskur iðnaður aldrei. Og það eru ef til vill margir, sem viidu spyrja: „Hvaða þýðingu hefir það." p>ótt þær hrávörur, sem eru framleiddar í landinu sjálfu, séu hvorki miklar né margbreytt- ar, mætti þó vinna úr þeim margar í'Ieiri nauðsynjar en gert er. Einnig gæti það haft mikla þýðingu að kaupa inn hrávörur, sem við ekki getum framleitt, og vinna þær. Með því verðum við minna háðir hinum stóra heimsmark- aði, sem oft veldur þungum búsifjum. Við það minkar innflutningur á nauð- synjavörum og atvinnuleysið, en pening- arnir haldast inni í landinu. petta er alstaðar viðurkent sem eitthvert besta meðalið til að gera hverja þjóð fjár- hagslega sjálfstæða. Og því ekki að kaupa íslenskar vörur í stað útlendra, sem oftast eru bæði óvandaðri og dýr- ari? Er ekki betra að styrkja innlend- an iðnað en útlendan? í í'lestum menningarlöndum álfunn- ar eru stofnuð félög, sem vinna að þessu máli og er varið fleiri þús. eða milj. kr. árlega í að útbreiða þekkingu um innlendar verksmiðjuafurðir og hvetja fólk til að kaupa þær. Hugsanlegt er að það sama geti náðst án fjelaga, ef allir leggjast á eitt; en markið á að vera: íslenskar vö'rur handa Islendingum. Kaupmannahöfn. Guðmundur Jónsson stud. agric. frá Torfalæk.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.