Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1924, Síða 8

Skinfaxi - 01.10.1924, Síða 8
80 SKINFAXI liggur gegnum vinnuna. J?að þaif bæði lirauslan líkama, dómgreind, vit og sálarþrek, til þess að vinna vel, og þetta alt þarf að vera sameinað í einum manni. þar, sem gnægð er góðra liðs- manna, vantar aklrei foringja, er leiðir fram til sigurs, þó við örðugleika sé að etja. Hvaða framtíð á þetta land? pví verð- ur að eins svarað með annari spurningu, þeirri: Ilvernig verður uppeldi barna og unglinga á yfirslandandi og komandi árum? Einlæg alúð lögð við uppeldi æskumanna hjálpar til að ná fótfestu, en þar þurfa allir að vera samtaka. — Ilcimilin verðá að skila frá sér nýtum og vel hugsandi mannaefnum, sem skól- arnir síðan fræði um, hvernig barátt- unni verði best hagað, og bæði heimili o-g skólar vinni að því, að þroska góða og fagra siði, og kenni að skilja skyld- ur þær, sem hver einstakur, í hverri stétt eða stöðu, hefir gagnvart öðrum mönnum. — Sjálfsbjargarhvöt og at- orka verða að vera einkenni næstu kyn- slóðar. F r é it i r, Lestrarfélag. Eitt af elstu lestrarfélögum, sem til er hér á landi, mun vera lestrarfélag Tungusveitar í Strandasýslu, stofnað 1840 af Guðmundi Bárðarsyni frá Bæ. Siðustu árin hefir Ungmennafélag Tungusveitar lagt mikla rækt við bóka- safn sitt og aukið það stórum. — Er það lofsvert, þegar ungmennafélög láta sér ant um fornar og þjóðnýtar menjar, hvort sem eru bókasöfn eða annað. Gjöf Aðalsteinn Sigmundsson skólastj. á Eyrarbakka dvaldi í sumar um 6 vikna tíma í þrastaskógi. Vann hann að því að grisja skóginn, laga girðingar og gætti þess að ferðamenn skemdu ekki gróðurinn með þvi að rifa og brenna eins og átt hefir sér stað undanfarin sumur. Beynslan hefir sýnt að ekki verður Iijá því komist að skógvörður dvelji í þrastaskógi 2—3 mánuði á sumri hverju, enda er svo mikill áhugi vaknaður fyrir þessu máli, að ýms ung- mennafélög hafa lýst því yfir, að þau myndu styðja umbætur í þrastaskógi með framlögum. Ungmennafélag Mið- nesinga hefir riðið á vaðið og gefið 100 kr. til skógarins. Skinfaxi þakkar Mið- nesingum þessa rausnarlegu gjöf. íþróttanámsskeið. Hér í Reykjavík verður haldið íþrótta- námsskeið frá 1. nóv. n. k. til 1. apríl 1025. Námsgreinir verða þessar: Fimleik- ar, sund, glímur, hlaup, stökk, knalt- leikar, heilsufræði og Mullersæfingar. Kenslan verður bæði verkleg og munnleg, sérstök áhersla lögð á að gera nemendur hæfa til að kenna. Kenslugjald er 100 kr. fyrir allan tím- ann.. Hr. Jón porsteinsson frá Ilofsstöðum v: itir námskeiðinu forstöðu og verður aðalkennari þess. — Jón liefir haldið íþróttaskóla hér í bænum s.l. ár, hefir mikið orð og gott farið af skóla hans, þvi munu efnilegir iþróttamenn hafa mikið gagn af að kynnast honum og njóta kenslu hans. Liklegt er að nám- skeið þetta verði vel sótt, þvi að lengi liefir iþrótta- og ungmennafélög skort íþróttakennara, en nú gefst kostur á að bæta úr því. nggp Munið að afgreiðsla Skin- faxa er í Bergstaðastræti 51. — Skrifið þangað. FjnLXGSPRENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.