Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1924, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1924, Blaðsíða 5
SK.INFAXI 85 Vora báðar þessar tillögur sam- þyktar. V. Skógræktarnefndarálit: Nefndin leggur til að þingið kjósi þriggja manna nefnd til að athuga hvað hægt er að' gera fyrir skógræktarmálið á starfssvæði U. M. S. K. Nefnd þessi skal hafa skilað áliti sínu til stjórnar U. M. S. K. fyrir fyrsta apríl n. k. — Samþykt í einu hljóði. VI. Siðferðismálanefndarálit: ping U. M. S. K. skorar á öll ungmennafé- lög landsins, að vinna að almennri vakning í siðferðismálum þjóðarinn- ar: — 1. Að fylgja fram þeirri krölu, að íslenska ríkið hætti að flylja inn og selja áfcnga drykki, svo að bannlögin fái frainvegis notið sín undanþágulaust. — 2. Að beita áhrifum sínum gegn tó- baksnotkun, sérstaklega vindlingum, gegn kynsjúkdómum og spiltum hugs- unarhætti. — 3. þingið skorar þvi al- varlega á öll ungmennafélög landsins, að taka framanriluð mál inn í beina fundarstarfsemi sína, fund eftir fund og skiljast ekki við þau fyr en með fullum sigri. — Nefnaráliti þessu fylgdi ítarleg greinargerð og umræður urðu talsverðar, en allar á einn veg, að mál þetta væri hið mesta nauðsynjamál. Álitið síðan samþykt. Kveðjuskeyti harst þinginu frá And- ers Lövik, einum af gestunum frá í sumar, en Steindór Björnsson, sem fór til Noregs í liaust, flutti þinginu lcveðju frá þeim Hirth, Christensen og Breids- vold, sem báðu hann segja, að ennþá stæði íslandsförin fyrir þeim sem draumur eða æfintýri. þá var skýrt frá þeim gerðum sam- handsþings U. M. F. í. frá í sumar, sem ekki höfðu beinl fallið undir starfssvið ýmsra nefnda, m. a. því, að frá næstu áramótum verður Sldnfaxi límarit, sem sent er hverjum ungm.félaga og hæklc- ar því skatturinn til Sambandsins upp í kr. 1,50, en blaðið er þá ókeypis fyrir félagsmenn. Skattur sá, sem félögin eiga næsta vor að greiða til héraðs- stjórnarinnar verður þvi kr. 2,00, (1,50 í Sambandssjóð og 0,50 til héraðssam- bandsins). pingið sátu fulltrúar frá félögunum Afturelcling, Akraness, Miðnesinga og Reykjavíkur. — Stjórnin var öll end- urkosin. Héraðsmót. Héraðsmót var haldið í sumar að Holti i Önundarfirði, á veg- um Héraðssambands U. M. F. Vest- fjarða. Á undan samkomunni flutti séra Páll Stefensen guðþjónustu í kirkjunni. Björn Guðmundsson frá Núpi, formað- ur sambandsins, setti siðan mótið á sam- komuslaðnum með góðri ræðu. Tók þá við bvert af öðru, sem til skemtunar var. Siðar um daginn flutti Kristinn Guðlaugsson, bóndi að Núpi, ræðu og séra Böðvar prestur að Rafnseyri fyrir- lestur. Kept var einnig í ýmsum íþróttum og fimleikar sýndir. Hlaup, 100 metra, 6 keppendur. Fljót- astur varð Bjarni Jónsson, pingeyri, 13% sek., næstur Jens Hólmgeirsson, pórustöðum. 14y2 sek. Langstökk, 6 keppendur. Vann Bjarni Jónsson, pingeyri, 5,17 m., næstur Viggó Nathanaelsson, pingeyri, 5,08. Stangarstökk, 22 keppendur. Vann Óskar pórðarson, Suðureyri, 2,45 m., Gunnar Sigurðsson, pingeyri 2,30 m. Hástökk, 3 keppendur. Vann Viggó Nathanaelsson, pingeyri, 1,45 m., Ósk- ar pórðarson, Suðureyri, 1,38 m. Spjótkast, 3 keppendur. Vann Óskar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.