Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1924, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1924, Blaðsíða 6
86 SKINFAXI ar pórðarson, Suðureyri, 34,63 m., næst- ur porsteinn Jóhannsson, ísaf. 33,83 m. Fimleika sýndi flokkur 8 smásveina frá ísafirði, undir stjórn Gunnars Andrew fimleikakennara og tókst mjög vel. Kappsláttur, 4 keppendur. Fljótast- ur varð Finnur Bernharðsson, sló reit- inn á 20 mín. 34 sek. Veður var ekki ákjósanlegt, einkum fyrri hluta dagsins, rigning og norðaust- an kalsi, svo að fólk naut sín miklu miður, en ella hefði orðið. Héraðssamband ungm.fél. Vestfjarða hafði áður ákveðið að allur ágóði, sem af mótinu kynni að verða, rynni til væntanlegs héraðsskóla fyrir Vestfirði. Hafði stjórn héraðssambandsins og margir fleiri góðir félagar gert sitt besta til að búa alt undir, eftir því sem föng voru til. Væri vel, að önnur félög, og Vest- firðingar alment Iegðu lið sitt, eins og héraðssamband ungmennafélaganna, tO þess að greiða fyrir skólanum. Önfirðingur. Fréttir, Iðnaðarnámskeið. U. M. F. Borgarness hélt bastiðnað- arnámskeið í vetur. Námstíminn var 6 vikur og nemendur 26. Frú Herdís Jakobsdóttir kendi á námsskeiðinu. Er hún orðin ungmennafélögum kunn af kenslu simú á iðnaðarnámsskeiðum, og hefir verið lokið lofsorði á kenslu henn- ar. Sá sem þetta ritar, hefir séð mikið af þvi, sem unnið var, og litist vel á. Næsta ár ættu ungmennafélagar að leggja mikla áherslu á það, að halda iðn- aðarnámskeið. V ef naðarnámskeið. Heimilisiðnaðarfélagið hélt vefnaðar- námskeið hér í bænum síðastliðið haust. Að því loknu var haldin sýning á dúk- um, sem unnir höfðu verið á námskeið- inu. Hlaut sýningin mikið lof og mak- legt. Héraðssambandið Skarphéðinn kost- aði 5 ungmennafélaga á námskeiðið. Eiga þeir nú að kenna vefnað heima í sveitum sínum. Héraðssambandj þetta hefir þannig gengið á undan öðruin ung- mennafélögum í því, að hrinda einni hinni mestu iðnaðargrein fram á leið. Vonandi koma önnur sambönd fljótlega á eftir. Farfuglar. Svo heitir félag utanbæjarungmenna- félaga, sem dvelja hér í bænum í vet- ur. Félag þetta var stofnað síðastliðið ár. Stjórn ungmennasambands Kjalar- nessþings stýrði félaginu í fyrravetur og gerir það enn. — Félag þetta heldur fundi einu sinni i mánuði. Mentamál. Ný byrjað er að gefa út blað hér í Reykjavik, sem heitir „Mentamál“. Ás- geir Ásgeirsson kennari og alþm. er rit- stjóri þess. Kennarar landsins og aðrir mentamenn munu fagna þessu nýja málgagni. Fórmenn allra Héraðssambanda sem eru inn- an U. M. F. I. eru hér með beðnir að senda nöfn og heimilisfang og félaga- tölu félaga sinna til afgreiðslu Skinfaxa. flpgjr> Munið að afgreiðsla Skin- faxa er í Bergstaðastræti 51. — Skrifið þangað. FJELA.GSPRKNTSMIÐJA.N

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.