Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 16
48 SKINFAXI þess kjörnir að leiðbeina um ýms mál, sem ungmenna- félagar hlytu alloft að láta sig miklu varða, svo væri t. d. um skógræktarmálin. Skógræklarmönnum, launuðum úr rikissjóði, væri skylt að leiðbeina ungmennafélögum, sem öðrum, hvar sem þeir mættu þvi við koma, og fé- lögin ættu að nota tækifærin, hvenær sem þau byðust, til þess að njóta fræðslu slíkra manna. pá væri það sjálfsagt, að prestar og kennarar flyttu oft ræður fyrir ungmennafélög, Ieiðbeindu þeim um val bóka og gerðust leiðtogar þeirra í ýmsum efnum. Líka minti hann á, að ráðunautar Búnaðarfélags ís- lands væru oft á ferð, hæði vetur og sumar; hefðu þeir oft frá mörgu að segja, sem fálögunum væri nauðsyn- legt að fræðast um; ættu þau því að nota tækifærin og liafa svo mikið gagn af ferðum ráðunauta, sem unt væri. Enginn efi er á því, að liér hafa ungmennafélögum verið gefin góð ráð, sem þau hefðu getað haft mikið gagn af, enda hafa þau notfært sér ráð þessi með ýms- um hætti, en hefðu þó getað gert það betur en raun liefir á orðið. Sam'bandsstjórn U. M. F. f. breytti í samræmi við þessar kenningar nú í vetur, þá er hún samdi við Pálma Einarsson ráðunaut um að flytja fyrirlestra fyrir ung- mennafclaga eftir því, sem því yrði við komið, þá er hann færi námskeiðsferðir um Vestfirði. Pálmi flutti fyrirlestra vestur þar og liefir verið gerður góður róm- ur að þeim, svo sem vænta mátti, því að hann er hinn mesti áhugamaður, vel máli farinn og hefur glöggan skilning á því, að umbótamál fá tæplega góðan byr, ef þau fara fram bjá æskulýðnum. — Ungmennafélög ættu að njóta leiðbeininga Pálma og annar fræðimanna þá er þeir eru á ferðum sínum, af því hafa þau mik- ið gagn. FÉLAGSPRENTS MIÐJAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.