Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 7
SKINFAXI 55 forna svip. í fljótu bragði gæti því virst, að tilgangur málverndunarinnar væri sá að halda því óbreyttu. En þó það væri æskilegt, sem ekki er, þá er það ómögulegt. Ný hugtök, sem orð þarf yfir, bætast stöð- ugt við, en önnur hverfa úr sögunni. petta er óum- flýjanleg afleiðing breytinga á viðfangsefnum þjóðar- innar. petta gerist hjá öllum þjóðum, ekki síst á þess- um hröðu breytingatímum. Okkar mál þarf þvi frem- ur að fjölga orðum, sem það á sumum sviðum er orð- fátt og liefir jafnvel skort orð yfir hugtök sumra fræði- greina. pessara orða er aflað á ýmsan hátt. Ein aðferð- in er að nota útlend orð, litið hreytt, en eftir beyginga- lögum fósturtungunnar. Með þessum liætti höfum við eignast fjölda orða t. d. eftir kristnitökuna, og eru mörg þeirra samgróin málinu. Önnur aðferð er að endurlífga fornyrði, og nota þau yfir nútíma hugtök, helst þau, sem skyld eru fornu merkingunni. Loks eru mynduð nýyrði af ís- lenskri rót með samtengingu, hljóðvarpi og afleiðslu- endingum. Nú á dögum fjölgar orðum tungu okkar mest á þenna hátt. Sumar þjóðir nota mest fyrstu að- ferðina, svo sem Danir, sem vanalega gleypa útlendu orðin svo að segja ótuggin, enda er hvorttveggja, að útlendu orðin fara dönsku betur en íslensku, og íslensk- an er gædd meira gróðrarmagni. Yfirleitt má segja, að orðafjölgunin sé okkur til sóma, þó mörgu sé áfátt. Stundum eru mynduð nýyrði yfir hugtök, sem málið á orð yfir. petta getur oft orðið til prýði og fjölbreytni; en of mikil notkun þessara óþörfu nýyrða breytir svip málsins að nauðsynjalausu. Eg vil benda á í þessu sam- bandi, að ekki kemur svo út ný kenslubók t. d. í reikn- ingi eða líkamsfræði, að ekki sé alskipuð nýjum heit- um, sem ef til vill taka hinum eldri fram sum hver, en sum alls ekki, og valda að minsta kosti ruglingi. Eg get ekki skilið að nein bót sé að því, að hugtök slikra námsgreina eigi sér fleiri en eitt Iieiti. Best er að lofa þessháttar orðum að festast í málinu, þegar sæmileg

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.