Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 12
60 SKINFAXI Hvað er nauðsynlegt? „Hver torfærusteinri, sem liggur á leið, er lykill að gæfunnar lieimi.“ — Hugsanir gamals manns eru tíðum bundnar minning- um úr líl'i hans — minningum veruleika og vona. Gam- all maður hefir gengið hinn erfiða og andstæðufulla stíg lífsins og stendur á hinum háa sjónarhól ellinnar. En viðhorf hans til þeirra atl^urða, er liann sér í sjón- gleri minninganna, verður oft annað en á þeirra líðandi stund. Nú hefir liann notið mentunar i skóla reynsl- unnar, sem kennir hagnýtari fræði en allir aðrir skól- ar. Er hann því bærari en áður að greina milli hismis og kjarna, góðs og ills. Verður hann þess þá oft vís, að sorgaratburðir, sem hann hefir álitið að sér mundu verst gera, hafa verið lionum til góðs. ]?eir liafa þrosk- að hann, aukið þrek hans, og veilt honum víðari sýn yfir lífið. En atburðir, sem liann liugði sér til góðs á líðandi stund, hafa verið honum til ills. — Af sjónar- hól ellinnar verður hann margs vís, er lionum var eigi áður kunnugt. Hugsanir ungmennis eru aftur á móti oft tengdar vonum og framtíðardraumum, björtum eða dimmum eftir aðstæðum hins ytra lífs. J?ví að ytra lífið verkar á hið innra. pungt mótlæti á bernskuskeiði skyggir lífssýnina, gerir vonirnar daprar og draumana eyði- lega. Góð aðbúð og skuggalaust umhverfi liefir gagn- stæð álirif. Verða þeir menn þvi að öðru jöfnu hjart- sýnni, sem lifa ungdómsárin mótlætislaus. Ungmennafélögunum er ekkert nauðsynlegra en bjartsýni félaganna, trú á hugsjónir og sigur allra góðra málefna. En það má telja víst, að í félögunum séu bæði bjartsýnir og svartsýnir menn — menn, sem alist hafa upp við misjöfn kjör. Aðrir líta með kvíða til framtíðarinnar, lrinir með gleði. En sá, er kvíðinn horf-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.