Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1928, Blaðsíða 15
SKINFAXI 63 trausti þess, þrátt fyrir inikið annríki heima .fyrir. Að fordæmi þeirra manna, er best liafa reynst, vilja svo þeir yngri, er nú starfa, umfram alt reyna að sækja fram og lialda saman, þrátt fyrir fólksfækkun og ýmsa örðugleika, en við lítum svo á, að ekki beri síður nauðsyn til að starfa að ungmennafélagsskapnum fyrir það. Sem stendur telur félagið að eins 22 starf- andi félaga, 1 lieiðursfélaga, 5 æfifélaga og 7 aukafé- laga, sem nú eru flestir búsettir utan félagssvæðisins. p. R. S. Frá íþróttanámskeiðum. Stjórn U.M.F.Í og ritstj. Skinfaxa óskuðu að eg segði i stuttu máli frá íþróttanámskeiðunum, sem haldin voru meðal ungmennafél. i Húnavatns-, Skagafj.- og Eyjafjarðarsýslu í vetur. Eg fór norður í október 1927 og byrjaði að kenna 1. nóv. á Sauðárkrólci. Á því námskeiði voru 100 þátttak- endur. Annað námskeið var á Blönduósi, 60 þátttakend- ur, þriðja á Árskógsströnd við Eyjafj., 30 þáttt. og fjórða á Reykjum í Skagaf., 20 þáttt. Á námsk. voru kendar þessar íþróttir: Leikfimi „Buck“, ísl. glíma, Mullersæfingar og abnennar útiiþróttir: lilaup, stökk og köst. I lok námskeiðs ior fram leikf. og glímusýning, í þeim tilgangi að fá enn meiri samtök meðal yngri og eldri, til þess að útbreiða iþróttastarfsemi. Forgöngu- menn námskeiðanna eru ekki ánægðir fyr en þeir geta fengið almenning til að skilja livað mikið gagn má að íþróttunum verða og skoða það góða tilraun að æsku- lýðurinn mundi fýsa i flokk þeiri-a, sem æfðu binar heilbrigðu likamsæfingar, sýndu þær við og við. Til frekari skýringar vil jeg geta þess, að meðal þátttak-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.