Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1928, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1928, Blaðsíða 5
SKINFAXI 85 stjórnar uui Vikivakanámskeif) þaó, sem áformað er að halda I Rvik frá 1. nóv. til 1. des. n. k. Fleiri munu þeir vera, en eg einn, sem glöddust er þeir sáu bréf þetta. Sáu, að nú var að koma dálítill hreyfing á málið. Því satt að segja voru margir orðnir vondaufir um framgang þess. Jafn vel kvíðnir fyrir því, að þetta mál ætlaði að verða blettur á U. M. F. í., í stað þess, að það átti og á, að verða því til vegsauka, ef vel er á haldið. Að ógleymdu aðalatriðinu, því, að vikivakarnir eigi að verða íslensku þjóðerni hin mesta stoð og stytta. En gleðin virðist ætla að verða skammvinn. Því nú er mér tjáð af mönnum, sem kunnugir eru þeim málum, að þátttaka ungmennafélaga í námskeiðinu sé svo lítil, að tvisýnt sé jafnvel um, að nokkuð verði úr þvi. Sé nú þessu þannig varið, þá hlýtur að valda annað tveggja, skilnings eða áhugaleysi, nema hvortteggja sé. Því það þarf enginn að revna að telja mér trú um það, að ung- mennafélög út um land, — allflest, — hefðu ekki getað sent menn eða mann á námskeiðið vegna fjárskorts. Dettur mér þó alls ekki til liugar að halda því fram, að þau velti sér I gulli. En eg veit, að eins og trúin flytur fjall, eins getur góður áhugi líka flutt einn eða tvo menn til Rvíkur og heim aftur. Ekki sfst þegar kjörin eru þá jafn góð, og Sambandsstjórn bauð. Hitt, að ungmennafélagar skilji ekki hvílíkt menning- armál, að vikivakarnir eru, er svo ógeðsleg tilhugsun, að mig hryllir við að hugsa liana til enda. En hvað sem ástæðunum líður þá þarf hér skjótra aðgerða. Vikivakakenslan hefir dregist úr hömlu, og þolirekki meiri drátt. Ungmennafélögum um alt land ber siðferðis- leg skylda til þess að kunna vikivaka. Og meira til. Þeim ber að kenna þá og útbreiða, hverjum í sínu bygðar- lagi. Og slðast en ekki síst. Þeir eiga að berjast fyrir því, að kendir séu vikivakar við hvern einasta barna-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.