Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1928, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.1928, Blaðsíða 14
94 SKINFAXl Heimilisiðnaðurinn er nauðsynlegur til að búa til öll þau áhöld sem vér íslendingar einir notum og vefa og prjóna þann fatnað sem okkur best hentar og bestur og ódýrastur hefir reynst í marga áratugi. Léttara er það búanda að láta vinna sér til fata heima en að kaupa það annarstaðar frá. Konur geta flestar búið tii fatnað sinn sjálfar. Öðru máli er að gegna með föt karlmannanna, þar sem saumur á jakka- fötum er svo vandasarnur að sérþekkingu þarf til svo nothæft sé. — En ef litklæðin næðu almennri útbreiðslu mætti og vinna karlmannafatnað að öllu leyti heima og væri það mikil framför og léttir fyrir búandann. Þar að auki eru þau klæði fallegri, hentugri og mun ódýrari, þar sem efni í litklæðin eru að jafnaði miklu ódýrari en í jakkaföt og saumurinn margsinnis minni og auðveldari. Öllum sem fengið hafa sér þennan búning ber sainan um að hann sé miklu léttari og þægilegri, og öllu hlýrri en jakkaföt. Ættu nú ungmennafélögin að beita sér fyrir að litklæðasaum yrði bætt inn á verkssvið hins íslenska heimilisiðnaðar sem og að efla hann á allan hátt. Ætti það að vera metnaður ýnisra heimila, að sækja sem minst til annara. í því felst efnalegt sjálfstæði vort. — Þórsteinn Bjarnason. Ú v vísum adalsmannsins. Ef hatturinn vill fjúka af höfðinu á mér fá skal hann frelsið og fullnægja sér. Jeg hefi sömu þrána við hjartarót, og eins vil eg fljúga, en ofviðri mót. Safna þú gullinu, góöurinn minrl, jeg girnist ei frá þér auðinn þinn, jeg get ekki láð þér þó gullið þér liki, en gættu að því, að í himnariki kaupir með gulli sig enginn inn. H. K.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.