Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 2
98 SKINFAXI um minningum fortíðarinnar, en væri lítt hugarhaldið að búa í haginn fyrir komandi tíma og eftirkomendurna. Jón Sigurðsson forseti sagði að okkur hefði verið talið það til gildis, að við héldum, manna mest, á lofti minningu hinna dauðu, með grafskriftum og æfiminn- ingum. Um þetta segir hann enn fremur; „Þetta er lofs- vert og fagurt, og það er eðlilegt að það sé rótgróið hjá oss, því þjóð vor hefur lengi verið einkennileg í því, framar flestum öðrum, að líta altaf meira aftur fyrir sig en fram, eins og maður, sem gengur öfugur áfram, eða sem menn segja, „gengur móður sína lifandi ofan i jörðina“. — En menn mega samt ekki gera of mikið að þessu, því annars fer svo fyrir oss, að meðan vér horf- um aftur á bak, á fornöld vora og undrumst hana gláp- andi og starandi, en gjörum lítið eða ekkert, som gjöfa þarf, þá fer móður vorri, íslandi, aftur, svo að það gengur lifandi ofaní jörðina, það er, eyðist og hrörnar fyrir ódugnað barna sinna og getur ekki framfært þau, þvl þau hafa ekki lag á að ganga sér að mat. Vér gleymum þá því, að þessir forfeður vorir stóðu ekki svo og gláptu, heldur voru þeir frískir og fjörugir og starfsamir." Tímarnir eru nú orðnir mjög breyttir frá því Jóti Sigurðsson ritaði þetta. Tíminn, sem þátíðar íslendingar höfðu að baki, var þannig, að vel var skiljanlegt þetta álit forsetans o. m. fl. Langt í fjarska logaði frægðar- bjarmi gullaldarinnar, sem „lýsir um sem leiftur, langt fram á horfinni öld“, en aldirnar og áratugarnir næstu grúföu kolmyrkir yfir og byrgðu alla útsýn, lamandi sjálfsbjargarviðleitni og framtaksþrá. Fyrir 100 árum var það ekki glæsilegur tími, sem næst lá að baki þeirra, sem þá voru að verða fulltíða menn. Stjórnarfarslegt farg og einokunaránauð hafði öld af öld smádeyft eggj- arnar til framsóknar og sjálfsbjargar. Og svo koma hall- ærisárin við og við með eldsumbrotum, öskufalli, jarö- skjálftum, skepnufalli og hungurmorði landsmanna í þús- undatali. Ekki finst mér það nein undur þótt megin

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.