Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 4
100 SKINFAXl kafíið og sykrid á bæjunum, og hatin sæi ekki ártalið framan á Skírni og Nýjum félagsritum, og húslestrar- bækur og sögubækur prentaðar á pappír, en ekki skrif- aðar á skinn. Það tiggur í augum uppi, að frá þessu er ekki nema eitt stig tit þess, að menn fari að reita grasið með fingrunum og raka því saman með lúkun- um, mun þá einhver framtaksmaur, sem skrifar sýslu- manni, sýsiumaður amtmanni, amtmaður stjórninni með mörgum og fögrum vitnisburðum, að fá að táni eða gjöf stjórnar orf, stjórnar ljá og stjórnar hrífu. „Hann segist ekki segja þetta til að Iýta þjóðina, því hann tel- ur liklegt, að ef arðrir hefðu staðið i okkar sporum á 17. og 18. öldinni, þá hefðu þeir ekki gert það betur. — Telur hann svo þetta „eðlilega afleiðingu þess, að vér höfum um tnargar aldir verið sviftir öilu sjálfsfor- ræði, og atvinnuvegir bundnir; féð gekk út úr landinu, en fátæktin inn í það. Vér erum aldir upp í þeirri fá- sinnu, að vænta alls af öðrum, en bannað að leita oss sjálfum farborða“. Svo svínbeygðir vorum við þá orðnir á afturhalds- klafanum, að það var talið „miskunarverk af kaupmönn- unum að þeir brutust til íslands á hverju vori, hvernig sem viðraði“, til að versla við landsmenn. Og þegar utn það var að ræða, að landsmenn tækju sjálfir við versl- uninni, voru margir af okkar ágætu atkvæðamönnum þvi mótfallnir, töldu það beinan voða landsmönnum, því við værum engir menn til þess. Þetta, sem ég hefi bent hér á, virðist mér áþreifan- lega sýna og sanna, hvernig komið var hugsun þjóðar- innar, högum og háttum, um fyrri aldamótin og fratn eftir 19. öldinni. Að vísu sér maður altaf einhverja frömuði gnæfa liátf yfir meðalmennskuna, en þeir megna ekkí að um- skapa alt I eittu, en verk þefrra eru það samt, sem myndað hafa allar umbæturnar. Bins og vitar standa þeir enn við þjóðbrautina og lýsa hverjum sem Ijós vill sjá. Alt frá þeim andlegu frumherjum, Quðbrandi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.