Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 8
104 SKJNFAXI Landssýningin í Björgvin. Þekkingarleiðir. Sýningar. Á margan hátt er því hagað, er verða má til að auka og útbreiða þekkingu manna og hyggindi nú á tímum. Bn með því sem merkverðast má I þeim efnum teljats eru hin miklu og margháttuðu söfn og sýn- ingar, sem haldnar eru víðsvegar um lönd. Cieta þeir eiga aögang að slíku fengið að sjá og fræðast um flesf það sem til er. Sýningar eru mismunandi mjög, og margbáttaðar bæði að stærð og efni, tilætlan og tilhögun allri, — og að kalla tná af öllu tagi. Sumar sýningar eru smáar og umfangs- litlar, aðeins fyrir eitt bygðarlag bæ eða hjerað, aðrar fyrir heilt land, eða fleiri lönd. Og nokkrar eru, sem kall- að er, heims- eða alþjóða sýningar. Margar sýningar eru sérstæðar, sýna aðallegd eitt efni, og þó á fjölbreyttan og margvislegan hátt. Þannig eru til dæmis, listsýning- ar, landbúnaðarsýningar, sjávarútvegssýningar, iðnsýn- ingar og matvælasýningar, enn fremur lifandi búpen- ings- og aðrar dýrasýningar, svo sem, nautgripa- hrossa- sauðfjár og jafnvel hundasýningar. Aðrar sýningar eru fjölþættar: sýna margskyns efni f aðgreindum deildum, sem aftur skipast í margar undir- deildir og flokka hver fyrir sig. Þannig er því varið með flestar stórsýningar. Sýningar veita aðallega tvent i senn: Safna saman á einn stað og gefa kost á að sjá það sem best er, fegurst, nytsamast aða fágætast af hverju tagi. Væri allflestum ókleift að sjá og fræðast um svo margt, ef leita ætti uppi viðsvegar. — Um leið kenna sýningar, þeim er sjá þær og skoða, ágæti þess sem sýnt er: Hversu mikla kosti og inargháttaða hefir tekist að framleiða, hverju hámarki er náð í ýmsum greinum, hverjir fram- leiðendur eru hinir snjöllustu, og hvað gera þarf til umbóta ýmsu því, sem skemra er á vegkomið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.