Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 9
SKINFAXI 105 í Björgvin í Norvegi var siðastliðið sumar haldin ein hinna meiri og merkilegri sýn- inga — „Norska landssýningin“. —- Á bréf- um öllum og öðrum pósti er frá Norvegi kom stóð áletrað: „Heimsækið landssýninguna.1' Og að sjálfsögðu var margt og mikið gert til þess, að draga athygli annara þjóða að þessari sýningu og fá fólk til að sækja til Björgvinjar. Björgvin liggur á margan hátt bæja best í Noregi. Hún er mest meðlendis og samgöngur ágætar, í allar áttir, bæði á sjó og landi. Hún er og gamalþektur bær og góðkunnur. Er því ekki óeðlilegt að þá er nokkuð skal framkvæmast eða vera á boðstólum fyrir Norveg i heild sé valinn staður í Björgvin og þannig var því háttað með þessa sýningu. Sýningunni var komið fyrir á völlum umhverfis stöðu- vatn eitt Litla Lungegaardsvatn, sem er nær miðjavega 1 aðalbænum, og þó litlu norðar. Litla og Stóra Lunge- gaardsvatn heita nú eftir dönskum manni — Lungegaard, sem, eins og fleiri danir, um eitt skeið var ráðandi I Björgvin. En áður hafa vötnin heitið Álreks- eða Ál- reksstaðavogur eftir kongsbænum uppi undir hlíðinni, þar sem Hákon konungur góði óskaði eftir að hann fengi að deyja. Vellir sem eru auðir umhverfis vatnið, og á þrjá vegu ná nokkuð útfrá, voru afgirtir með hárri timburþilsgirðingu svo að ekki mátti yfir sjá. Einn aðalinngangur var á þessari stóru girðingu og vissi að götu er liggur þvers um miðbæinn og er bæjargarðurinn (Byparken) á aðra hönd. Ekki varð farið inn á öðrum stöðum, en útgang- ar voru ýmsir. lnnan girðingar þessarar voru svo þær mörgu byggingar reistar er inni byrgðu það alt, sem undir þaki hlaut að vera. Byggingarnar voru aðallega tvennskonar: Stórbygg- ingar, skálar eða sýningar „hallir“ (eins og Norðmenn Sýningar- svæðið. Sýningin í Björgvin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.