Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 13
SKINFAXI 109 íólkið mjög fastheldið við gamla siði, og talar elstu málýskuna, sem til er í Svíþjóð. Bæði karlar og konur klæðast þar þjóðbúningum sínum að jafnaði, og hefir hver sókn sinn þjóðbúning, eru þeir allir dálitið frábrugðnir hver öðrum. Sniðið á kvenbúningnum er Iikt og á upphlut, en litirnin eru skærari. Pilsið er oftast blátt eða svart, oft með ísaum- uðum borða að neðan, skyrtan hvíl, bolurinn rauður, grænn eða blár, skórnir svartir og sokkarnir oftast svartir, bláir eða rauðir. Á herðunum er rauð- græn- og blá- rósóttur klútur. Húfurnar eru mjög mismunadi að lit og lögun. Ýmist há topphúfa, „kjusa“ eða eins og hnýttur klútur. Karlmannabúningurinn er svipaður í öllum sóknum; gular buxur, rautt vesti með gyltum hnöppum, hvít skyrta og svartir sokkar og skór. Útivið í kulda hafa karlar svartan jakka. siðan, aðskorinn i mitti og svart- an hatt. Heimilisiðnaður er mikill og góður í dölunum og smiðir eru þar margir ágætir. Var það áður álitið, að sá væri ekkf fær um að giíta sig, sern ekki gæti smíð- að fyrir sig húsklukkuna. Flöhnörg skáld og listamenri hafa dalirnir átt. Af listamönnum tnun málarinn Zorn vera þektastur, eru það „etsningar" hans, sem sérstavlega eru frægar. En af skáldunum mætti nefna Karl Erik Forslund, með sin- ar hrifandi náttúrulýsingar. Erik Karlfeldt, sem er víð- sýnn og kjarnyrtur „lyriker11, en í gegnum þetta við- sýna og tilþrifamikla skáld gæist þó dalabóndinn, fast- ur ákveðinn og trygglynður. Karlfeldt telja sviar sitt besta skáld, af þeim sem nú eru uppi. Og heyrt hefi ég bókinentafræðing halda því fram, að skáldskaparljós hans inuni lýsa skærar, en samtiðamanna hans i Európu. Mest hafa þó dalakarlarnir verið lofaðir fyrir hreysti sina og kjark, þá er þeir hafa þurft að vernda eða vinna frelsi sitt og lands sins. Minnisstæðast mun vera

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.