Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 16
112 SKINFAXI skal nota til að vernda verk og minningu Matthíasar. Hefir eitt slikt kvöld þegar verið haldið með almennri þátttöku og þótti gefast prýðilega. Hjeraðssamb. U. M. F. Dalamanna hefir hafist handa með örnefnasöfnunina, (sem les- endum Skinfaxa er áður kunnugt um). Til aðstoðar I því efni hefir Hjeraðssambandið beðið Samband U. M. F. ísiauds um útvegun á uppdráttum herforingjaráðsins danska — yfir Dalasýslu. — Á hjeraðssamb. heiður skiiið fyrir að vera fyrsta hjeraðssambandið sem i heild ræðst í þessar þjóðrækilegu framkvæmdir. Fær sam- bandið uppdrættina senda með fyrstu ferð. — Og mega önnur hjeraðssambönd vænta þess sama, ef þau óska eftir. Því miður eru þessir uppdrættir ekki nógu stórir þó allglöggir sjeu, nema til hliðsjónar og hjálpar. Eink- um i heimahögum og öllu litlu landrými og nafnauðugu eru þeir algerlega ónógir án þess að stækkaðir séu. Orösending. Fjelögin eru alvarlega mint á orðsendinguna í 5. hefti Skinfaxa, um heiti formanns og heimili, tölu fjelaga og annað sem þar er tekið fram. Hjeraðssamböndin eru og mint á skýrslurnar. Eyðu- blöð fyrir skýrslurnar hafa verið send öllum hjeraðs- samböndum, og brjef til hjeraðsstjórna, sem óskað er að sem fyrst verði svarað. Guðm. Jónsson frá Mosdal. Prentvillur hafa, því miður, fyrir vangá orðið í nið- uriagi siðasta heftis. Á bls. %, hefir misprentast é fyrir je, f fyrir r og i fyrir y. Nafn mitt hafði og fallið burtu undan þessum smágreinum. Er hjer með bcðið afsök- unar og leiðrjettingar ó. Guðm. J. frá Mosdal. Prentsniiðja Vesturlands ísafirði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.