Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 1
Litast um. 1. des. 1928. Framh. 1828 ræðst Baldvin Einarsson í að gefa út timaritið „Ármann á Alþingi" og tekur þegar árið eftir að miðla þjóðinni af auðlegð anda síns, sérstaklega að brýna fyrir henni það, sem hún þúrfti framar öllu að vita, að „mann- dygð, þekking og atorka er grundvöllur allra sannra þjóðþrifa". Svo koma Fjölnismenn og sjá betur en allir aðrir hvernig þjóðarmátturinn er innibyrgður, þeir sjá og finna að þjóðin á orku í rikum mæli, en er orðin afvana því að nota hana rétt. Þeir vilja veita þessu afli fram í nýja farvegu og ótrúlega tekst þeim að vinna bug á þeim hugsunarhætti, sem þó stóð þjóðinni mest fyrir þrifum. Þeir sjá að „undir fyrirkomulagi þjóðfélagsins og and- anum sem í því ríkir, er að mestu leyti komin öll fram- för mannanna og íarsæld hér á jörðu". , Siðast kemur svo Jón Sigurðsson fram á sjónarsviðið og knýr fram réttarbæturnar, þótt yið margháttaða erfið- leika sé að etja. Sigurinn sem vannst með stjórnarskránni 1874 var verk Jóns Sigurðssonar og allar aðrar umbætur, sem fengust á 19. öldinni. Alt það sem síðan hefir áunnist í stjórnfrelsisáttina, bæði 1903 og 1. des. 1918 er fram- hald þeirra sigurvinninga, sem Jón Sigurðsson hóf og vann. —

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.