Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 5
SKINFAXI 117 meö fjörkippum sínum. En hristingur, skrölt og hávaði lestarinnar, deyfir mann og sljófgar. Við komum að fremstu járnbrautastöðinni í da'.num, Alvdalur, seinnihluta dags. Morgunínn eftir gengum við uppá fjall eitt, sem þar er nálægt. Þaðan höfðum við ágætt útsýni yfir allan dalinn, sem er fagur yfir að líta. Eru lágar skógivaxnar hæðir á báða vegu. Niður- eftir miðjum dalnum liðast Eystri-Dalalven, vatnsmikil og straumþung. í vestur yfir skógivaxnar hæðirnar gnæfa snæfiþakin fjöliin á landamærum Svíþjóðar og Noregs. Frá járnbrautastöðinni lögðum við af stað gangandi með bakpoka okkar um hádegi. Þegar við höfðum gengið 3 eða 4 tíma vorum við orðnir svangir, og þyrst- ir, því að heitt var um daginn. Komum við þar að litlu koti, sem var rétt við veginn og börðum að dyrum. Eng- inn opnaði, en við heyrðurn skurk með potta og hringi inni, svo að við opnuðum og gengum inn. Við eldstóna sat kerling á hækjum sínum og var að baka kökur í eidinum. Spyrjum við kerlingu, hvort hún geti selt okkur mjólk að drekka. Nei, það gat hún ekki, því að hún var ekki búin að mjólka. Báðum við þá um kaffi. Nei, það var það sama, hún hafi engan tíma til þess að hita kaffi, því að hún var að baka. Ekki reis kerling upp eða sneri sér við, meðan hún tal- aði við okkur. Við héldum við svo búið þaðan og kom- um að fátæktu sveitaþorpi. Báðum við þar urn kaffi, á bænum, sem næstur var, en þar fékst ekkert kaffi. Við hittum tvær konur og visuðu þær okkur á næsta bæ, við fórum þangað, en þar gátum við ekkert kaffi fengið, því að kvenfólkið var ekki lieima. Á þriðja bænum fór allt á sömu leið. Snerum við því aftur að bænum, sem við komum fyrst að og tjáðum konunum hvernig gengið hafði, og spurðum þær aftur, hvort það væri ómögulegt að láta okkur hafa f kaffibolla. Eftir að þær höfðu rætt saman 10—15 mínútur, og við ámálgað það við þær að láta okkur hafa kaffi, lofuðu þær því, og buðu okkur inn. Bærinn var mjög lítill, aðeins eldhúsið, I því voru

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.