Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1928, Blaðsíða 6
118 SKINFAXI 3 rúm, 2 stólar, borð og skápur. Nokkrar biblíumyndir liéngu á veggjunum, því Dalafólkið er mjög guðrækið. í öðrum enda hússins voru nokkrar geitur. Konurnar töluðu sín á milli á rnállýsku, sem við skildum ekkert í, var þó félagi minn norrænufræóingur. Þaö eru mjög margar mállýskur í Svíþjóð. Sérstaklega eru Dalamállýsk- urnar margar rnjög frábrugðnar ritmálinu svo aö aðrir Svíar, en þeir sem þar eru uppaldir eða sérstaklega hafa lært það, geta ekki skilið málið. Svo margar eru máilýsk- urnar í Dölunum að málfræðingar segja að málið sé oft ekki eins i báðum endum sveitaþorpsins, sé það stórt. Málið i Alvdalen er ein elsta mállýskan, sem til er á Norður- löndum og eru sum orð og orðmyndir enn þá eldri en i íslensku, og mörg orð enn lík. T. d. fjás — fjós, gnáp gnúpur, brianta brjóta, tungel tungl, jeldans eldhús. Einnig kemur nefhljóðið þar fyrir, sem málfræðingar segja að hafi verið í íslensku á söguöldinni. t>ó fólkið tali sin á milli sitt sveitamál, kunna þó flestir að tala ritmálið nokkurnveginn. Meðan konurnar hituðu kaffið spjölluðum við viö þær og hrest- ust þær mikið upp og urðu skrafhreifar. Mjög urðu þær hissa, þegar eg sagði þcim, að eg væri frá íslandi. „Nei, og alla leið frá íslandi", hrðpuðu þær báðar jafnsnemma upp yfir sig, og störðu á mig eins og þær heföu aldrei mann séð fyr, og spurðu mig, hvort þaö væri ekki voðalega kalt á íslandi, hvort við gengum ekki í skinn- fötunr þar, og hvort ekki væri inikið af ísbjörnum og úlfum, sem reikuðu þar urn fannbreiðurnar. Uröu þær því meir en liissa, þegar eg sagði þeim að það væri ekki eins kalt á veturna á íslandi og í Svíþjóð, og að við hefðum enga ísbirni eða úlfa að berjast við. Þegar viö höföum spjallaö við konurnar um stund, drukkið kaffið og hvílt okkur, héldum við lengra frain dalinn og komumst í fremsta þorpið Asen (Ásinn) urn kvöldið. Meira. Guðlaugur Rósinkranzson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.