Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1953, Side 46

Skinfaxi - 01.07.1953, Side 46
94 SKINFAXI sé skemmtilegt í þessum kverum, og sum kvæðin góð, var það samt Bréf til Láru, sem gaf honum rithöfundar- nafn. Frá útkomu þeirrar bókar hefur hann verið í hópi hinna fáu útvöldu. Hann hefur oft farið utan og til margra landa, en heimili hefur hann átt í Reykjavík. Þórbergur mun alls hafa ritað um tuttugu bækur, og eru þessar helztar, auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndar: Pistilinn skrifaði, bréf og pistlar, 1933, Rauða hættan, ferðasaga frá Rússlandi, 1935, Islenzkur aðall, 1938, Ofvitinn I. og II., 1940 og 1941. Þrjár þær síðast- töldu eru bækur af höfundi sjálfum og félögum hans, sagðar í klárum Þórbergsstíl. Þá hefur Þórbergur skráð sex bækur eftir sr. Árna Þórarinssyni. Er þetta mikla rit ævisaga klerks og frásögur. Urðu bækur þessar fá- dæma vinsælar á síðasta ái-atugnum, tíma bókaflóðsins mikla. En þótt margt sé skemmtilegt í þessum bókum þeirra Þórbergs og sr. Árna, er lopinn þar fulllangt teygður. Er mikið tilhlökkunarefni, þegar Þórbergur tekur aftur til við að segja frá sjálfum sér, þar sem Ofvitanum lauk. Þórbergur hefur mikið ritað um málvísindi. Hann er mikill esperantisti, og um þessi efni hefur hann gefið út stóra bók, Alþjóðamál og málleysur, 1933. — Auk ])ess hefur hann skrifað unnul af greinum um stjórn- mál og önnur efni.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.