Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 16
SKlNFAXl 64 Ræklunin í Hellisgerðii hefur hins vegar alltaf verið aukin jafnt og þétt, enda garðurinn nú um helmingi stærri en hann var í upphafi, og J>ví hefur fjárhag- urinn jafnan verið þröngur. En þótt oft hafi verið þröngt í húi, hafa Magnamenn aldrei látið hugfall- ast, heldur hert róðurinn, ef átaka Jmrfti við. Garðvörðurinn. Vorið 1924, Jiegar ræktunin var hafin í Hellisgerði, var Ingvar Gunnarsson kennari ráðinn garðvörður. Hann gekk i Magna á fyrsta starfsárii lelagsins og var í undirhúningsnefndinni að stofnun Hellisgerðis, á- samt Guðmundi Einarssyni og Davíð Kristjánssyni. Höfðu J>eir Ingvar og Davíð stutt mál Guðmundar kröftuglega, er hann hreyfði skrúðgarðshugmyndinni fyrst. Ingvar Gunnarsson liefur æ siðan verið allt í senn: umsjónarmaður Hellisgerðis, garðyrkjumaður og ræktunarráðunautur. Síðasla áratuginn hefur hann notið góðrar aðstoðar Sigvalda Jóhannssonar garð- yrkjumanns. Er hann hinn hezti Magnamaður. Um það er engum hlöðum að flelta, að J>að var gæfa Hellisgerðis i öndv.erðu, að Ingvar Gunnarsson tók að sér ræktunarstarfið. Ilann var að vísu ekki lærður garðyrkjumaður. En hann hafði J>að til að hera, sem notadrýgst verður í slíkum efnum: hugsjóna- eld og óbilandi trú á störf sín. Gekk hann strax að starfi með vissu þess. sem veit sig vera að vinna fyrir framtiðina. Ilann lét sig það engu skipta, J>ótl sumir væru vantrúaðir á „stubbana" lians, fyrstu trjásprot- aua, sem hann selti niður. Hann sá J>á fyrir sér verða að stórum trjám. Hann lél J>að ekki á sig fá, J>ótt víða væri grunnt á grjóti í landi. því, er hann fékk lil rækt- unar. Hann lét flytja að mold og dýpkaði þannig jarð- veginn. Ekki féllust honum hendur, J>ótt ekkert vatn væri, í Gerðinu fyrstu árin. Hann þáði með J>ökkum boð grannkonunnar að laka vatn úr eldliúskrana

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.