Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 22
70 SKINFAXI breytta tíðaranda í þessum efnum. Plöntusala liefur jaf'nan verið mikil í Ilellisgerði. Það hefur ávallt verið stefna garðráðs og garðvarð- ar að varðveita séreinkenni landlagsins í Hellisgerði sem allra I)ezl. Hafnarfjörður er byggður á úfnu hrauni, og í Hellisgerði ,er að finna öll helztu einlcenni hinnar tröllauknu hraunstorku: dranga, hryggjur, borgir, liella, gjár, lautir, I)ala, eggjar, urðir. Hefur garðvörður lagt sig mjög fram um að raska sem minnst upprunaleik landslagsins, þólt jarðvegur væri aukinn og hvers konar gróður seltur alls staðar þar, sem hann gat þrifizt. Það eru einmitt þessi óvenjulegu sérkenni i lands- lagi, sem gera llellisgerði að einstæðum skrúðgarði. Hellisgerði í framtíðinni. Landsvæði ])að, sem Magni fékk í upphafi, var um 400 fermetrar. Þegar séð varð» hve giftusamlega tókst til um ræktunina, var fljótlega farið að reikna þarna með stærrii skrúðgarði í framtíðarskipulagi bæjarins. Á fyrstu árunum fékk Magni drjúgan landskika að auki og eftir tuttugu ár var garðurinn orðinn um hektari að stærð. Nú bráðlega fær garðurinn allt það land, sem honum er ætlað á skipulagsuppdrætti bæj- arins, en fram lil þ,essa hafa nokkur liús staðið innan þeirra takmarka. Garðurinn mun í framtíðinni liggja að mestu milli þriggja höfuðgatna: Reykjavíkurvegar, Skúlaskeiðs og Hellisgötu. Verður hann þá um hálf- ur annar hektarii að slærð. Þegar fyrsti formaður Magna, Valdimar Long, flutti vígsturæðuna á Jónsmessuhátíð árið 1923, stóð hann i ræðustól, sem gerður hafði verið utan í hraunöldu þeirri hinni miklu, sem nú liggur um miðhik Hellis- gerðis. Mannfjöldinn stóð á flötinni fyrir neðan. For- maðurinn sagði þá, að eftir aldarfjórðung myndu blaðrík tré ná upp að ræðustólnum. Á afmælishátíð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.