Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 24
72 SKINFAXI Frumherjarnir - Sigurjón Pétursson - Æskan, sem býr sig undir Landsmót U.M.F.I. Ungmcnnafélagar um allt land eru nú í óðaönn að undir- búa þátttöku í landsmóti U.M.F.Í., sem haldið verður á Ak- ureyri 2. og 3. júlí n.k. Einn stærsli þátturinn í þvi móti eru íþróttirnar og sá, sem þarfnast iengst undirbúnings. Um þenn- an undirbúning höfum við rætt í síðustu heftum Skinfaxa. Það liefur verið Iivatt til „sæmdarvænlegs" undirbúnings, svo að æskan, sem nú býr í landinu geti sýnt, að hún er mikils megnug og hún geti leyst verkefni — erfið verkefni — glæsi- lega. í einum síðustu þátta minna minntist ég á vandann, sem æskunni er á liöndum, að sýna á leikvangi og i „sundstæði“ Ak- ureyrar færni sína í iþróttum, en á Akureyri stóð vagga ung- mennafélaganna og enn lifa sumir þeirra, sem ýttu félags- skapnum á flot. Þeir muna l'yrstu mótin. Þeir muna fyrsta brennandi áluigann og þeir munu íhuga, hvort unnið hefur verið fyrir gíg og liversu hugsjónin lifir. Það er oft sagt og talin sannindi að öll byrjun sé örðug og hálfnað sé vcrk þá hafið er. Um marga byrjun leikur Ijómi en um margt áfram- hald hversdagsleiki. Frægur rithöfundur hefur lialdið því fram, að Robert Scott, sá, sem varð úti með öllum félögum sin- um á bakaleiðinni frá Suðurpólnum, hafi daprazt sóknin til mannabyggða, vegna vitneskjunnar um það, að aðrir liöfðu komizt á pólinn á undan. Hann varð ekki fyrstur — aðeins annar. Við undirbúum nú hið 9. landsmót og minnumst með því frumherjanna — hinna fyrstu iþróttamanna ungmennafé- laganna. í þeirra hópi ber hæst Jóhannes Jósefsson. Hann er sá Norðlcndingur, sem vekur einna mesta atliygli með þjóð- inni á íþróttum. Undir merki ungmennafélags Akureyrar gengur hann djarft frain í þvi að ryðja íþróttum braut. Annar inaður á Akureyri, Lárus J. Rist, hefur einnig merki íþrótt- anna á loft og ber það fram á annan veg en Jóhannes, þó hann sé félagi hins sama ungmennafélags. Fyrir stofnun ungmcnnafélaganna liafði endurvakning íþrótta að vísu hai'izt í öllum landsfjórðungum. í Reykjavik var þessi endurvakning mest áberandi scm eðlilegt var. í þessari endur- vakningu iþrótla á glíman mestan lnig fólksins. Hún er lika sú iþrótt, sem þjóðin þekkir bezt og er þjóðlegur menningar- arfur frá fortiðinni. Sú iþróttaalda, sem berst um landið frá ungmennafélögum Aluireyrar framkallar öldurót meðal reyk- vískra iþróttamanna, Þcir herðast cn gugna ckki, licldur luigsa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.