Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 27
SKINFAXI 75 lieldur einnig almennings. Aðferðir, scin hafa reynzt vel, eru góð verkefni. Hvernig á að byrja? Félagar, sem eigi áður hafa tekið þátt i sýnikennslu, geta llært af að fylgjast með öðrum, scm hafa sýnikennslu. Bezt er að byrja með þvi að halda slutta sýningu á félagsfundum, cina til tvær í senn, og skipta þeim með félagsmönnum, svo að allir fái tækifæri til að reyna sig og sjá til annarra. Sýnikennsla krefst vilja, hæfni og starfsreynslu sýnanda. Góð sýnikennsla er auðskilin, óbrotin og hagnýt- Fyrsta skrefið er að semja stutt yfirlit um lielztu atriði verksýningarinnar. Sanining stutts yfirlits helztu atriða. Hvers vegna? Hvernig? Samning stutts yfirlits um sýnikennslu auðveldar sýnanda að gera sér grein fyrir mikilvægustu atriðunum. Það gerir verk- efnið skiljanlegra, lieilsteyptara og auðveldar útskýringarnar. Skráið mikilvægar hugmyndir, stig eða aðferðir, sem skýra á frá, og skiptið þeim niður í eðlilega atburðaröð. Vel skipulagðri sýnikennslu er skipt i þrjá aðalhluta, sem eru: 1. Ivynning. 2. Sýning. 3. Yfirlit og spurningar. Þessari röð er venjulega fylgt bæði í einstaklings og tvímenn- ings sýnikennslu. í tvimennings keppni skipta sýnendur með sér lilutverkum. Fftir að þetta hefur verið gert er liægt að framkvæma megin- hluta sýningarinnar og skipta hlutverkunum milli þeirra. Það er æskilegt að skipta hlutverkunum sem jafnast. Þetta skapar samstarf, ber vott um jafnvægi á fyrirkomulagi og skilning á vcrkefninu. Útskýringar sýnikennslu á ekki að læra utan bókar því þá verða þær stirðar og óeðlilegar. Aðalatriðið er eðlilegt viðmót, þcss vegna er góður skilningur á verkefninu nauðsynlegur. Efni og útbúnaður. Til þess að tryggja, að öll tæki séu fyrir hendi við sýni- kcnnsluna þá skráið alla hluti, sem á þarf að halda og í þeirri röð, sem þeir verða notaðir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.