Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 41
SKINFAXI 89 Alveg eins og það væri sjálfsagt að drekka kaffi, áður ,en rætt yrði nökkuð um leið upp á Glámu. Við þekkjumst boðið. Ég kann nú sjaldan lcaffi að neita, og nú er tekið að halla á dag og þá þiggur Ólafur kaffi. Honum þykir soðið vatn bezt á morgn- ana, en kaffi á kvöldin. — Veðrið? Auðvitað er sjálfsagt að ræða um það. — Ja, hann segir nú hann væti í Breiðafirði, og þá er ég aldrei öruggur, segir bóndi.. Þessi „hann“, sem nú er svo mjög farinn að bland- ast inn í veðurtal fólksins, í viðbót við hinn gamla „hann“, ,er maðurinn, sem þylur veðurfregnirnar í úl- varpið, eða „Jón í veðrinu“, eins og flestir kalla þá persónu. Svo göngum við í bæinn, fáum kaffi og pönnukök- ur, ræðum við bónda og húsfreyju, og unum okkur hið bezta. Það er ávallt gaman að ræða við gestrisið sveitafólk, — og ekkcrt liggur á. Þetta er hvort sem er síðasta dagleiðin. En kaffidrykkjan fær ])ó sinn ,enda, eins og allt ann- að i heimi liér. Við kveðjum liúsfreyju og þökkum kaffið. Bóndi fylgir okkur út á túnið. — Liklega fáið þið nú ekki. þoku, segir bóndi um leið og hann kveður okkur, — og lítur upp i loftið. Mér finnst kenna efa í rómnum, ])ótl orðin falli svona. Þegar við höfum kvatt bónda með mestu virktum, leggjum við gunnreifir og hýrir af kaffinu fram tún- ið og upp dalinn. Gott skap er salt ferðar. Loksins ,er þá komin sú stund, að við liöldum i átt- ina upp á Glámu, sem á mörgum kortum er merkt jökull, en er þó ekki jökull. Leiðin liggur upp mjóan og allbrattan dal, sem heilir Húsadalur. Eftir dalnum rennur á, sem vegna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.