Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 42
90 SKINFAXI hallans skoppar ofl stall af stalli og myndar marga fallega fossa. Hér ern gil og skorningar og margs konar gróður, svo segja má með sanni, að hér sé lit- auðugt land. Og yfirleitt má scgja ]mð sama um all- flesta dali, sem hníga að ísafjarðardjúpi. Þeir eru gróðursælir og hlýlegir, og þar má víða finna hina indælustu angan úr jörðu. Svo löbhum við þarna upp með ánni, annar með Ijakpokann, hinn með myndavélina, háðir í sólskins- skapi. Skapið er eitt af því, sem ferðamaðurinn verður að gæta að. Slæmt skap á ferðalögum er líkast salt- lausum haframjölsgraut. Og hezt er að þurfa ekki að „setja upp“ gott skap, því að það verður aldrei eins haldgott og varanlegt og hið eðlilcga góða skap, sem gerir manni kleift að standast allar þrekraunir ferða- laganna. Og alltaf hallar á fótinn. En við Ólafur erum minn- ugir orða skáldsins, sem segir, að „sá, sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu, Iivað hinum megin býr.“ Þess vegna örkum við áfram með þann fasta ásetning í huga að klífa fjallið — og sjá, hvað hinuni megin býr. Við liöfum kortið ávalll uppi, þvi að það er okkar leiðarljós á þessari ferð. Svona höldum við áfram Icngi, og eigum ekkert skylt við konu Lots, því að við ætlum ekki að líta aft- urur fyrr en við komum upp á næstu hæð, en þ.egar þangað er komið, tekur við önnur liæð, og jiaðan hlýtur að vera enn hetra útsýni. Það er kapp göngu- mannsins, sem komið er yfir okkur. En þar kemur þó, að við setjumst og horfum yfir farinn veg. Útsýn ið er stórkostlegt. Firðirnir eru að visu horfnir vegna hárra fjallanna, en þó glittir i Djúpið milli þeirra, lygnt eins og stöðuvatn. Lengra i fjarskanum liggur Snæfjallaströndin með sin tigulegu fjöll og sitt góða sauðfé. Inn í hana skerst Kaldalónið, sem er viðbrugð- ið fyrir sérkennileik og fegurð. — En bíðum við.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.