Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.07.1955, Blaðsíða 46
94 SKINFAXI an fer á vængjum vinda um loftsins veg, en viö verð- um að þrauka á okkar járnskóuðu, jarðföstu fótum, sem sífellt liafa gengið síðustu sjö daga. En um slíkt er ekki að fásí, og áfram höldum við, hlaupum við fót, yfir urðir, grjót og skafla, þokuhringurinn allt af að þrengjast, útsýnið allt af að minnka, kappið æ að harðna, tvísýnan allt af á, — í fimm stundaríjórð- unga. — En um leið og við erum að fara síðasta spöl- inn að þrímælingavörðunni, sem stendur á Sjónfríð, lyppast þokan um vörðuna, létt og leikandi, eins og storkandi. Iiún hefur sigrað. Framhald. ----♦------ Kjórur Lárusar J. Rist. í íþróttaþætti Þ. E. í fyrra, Skinfaxa II, 1954, Iiafa orðið leið- inleg mistök. Þ. E. er þar að lýsa „sundballett" og minnist i því sambandi á sundhópa L. J. K., og segir, að hann hafi haft „sýningu á slíkum „kóðum“, eins og liann kallaði þessa sund- sveina.“ Ekki veit ég, hvernig inistökin hafa orðið, en L. ,1. R. kall- aði sundhópa sína kjórur. Kjóra er gamalt orð. Skrifaði L. ,1. R. dr. Halldóri Halldórssyni um orðið, en hann ræddi síðan um jiað í útvarp. Hefur dr. Halldór sýnt mér þá velvild að leyfa mér að birta þann kafla erindis síns, er fjallaði um orð- ið kjóra. Þar segir svo: „Þá kem ég að bréfi frá Lárusi Rist. Hann segir: „Hvað er kjóra? Vöðuselur! Það svar málfræðinganna lcem- ur mér ekki á óvart, því svo er orðið skýrt i orðabók Blöndals, en í ungdæmi mínu á Norðurlandi komst það inn hjá mér fyr- ir áhrif frá mönnum, er stunduðu selveiði við idanverðan Eyjafjörð á vorin, að það þýddi hóp sela, sem annað hvort lá uppi á ísnum eða æddi um sjóinn með miklum buslugangi. — Ég spyr um þetta vegna þess, að er ég tók að æfa saman í sundleikni nokkra drengi í smáhópum, eftir sundgetu þeirra, fyrst á Akureyri 1907 og síðar í Hveragerði, jiá nefndi ég hópa þessa kjórur í stað hinna margþvældu orða flokkur eða hóp- ur. Nafnið hafði örvandi áhrif, þvi ungir drengir og senni- lega stúlkur líka, sem iðka sund, bera svo mikla virðingu fyr-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.