Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1955, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1955, Blaðsíða 5
SKINFAXI 101 Þessi trúnaður í starfi, þessi þjónustulund, sem hinu verkskipta þjóðfélagi nútímans er svo mikil nauðsyn á, er í ætt við góðvildina. Og góðvildin eða kærleikur- inn eru vitsmunir hjartans. En gáfaðir menn, sem svo eru kallaðir, geta því miður stundum verið hjarta- heimskir — og þá ekki vitrir. Þjónustan eykur manngildið. En livað v,erður um sálina í allri þessari elskulegu þjónustusemi? munu einhverjir spyrja. Gerir hún oss ekki alla að þrælum? Því miður er sú hætta til. Vand- inn er hér, sem oftast, að samþvða tvær andstæður. Vér þurfum i senn að gefa oss og eiga oss sjálfa. Vér verðum að vera þjónar, en megum ,ekki verða þrælar. Sannleikurinn er sá, að vér þurfum allir, sjálfra vor vegna, að þjóna einhverju, sem er utan og ofan við oss sjálfa. Það víkkar oss, gerir oss að meiri mönnum. Það er ein af þörfum mannssálarinnar, fórnareðlið, sem alræðisstefnurnar hafa kunnað svo ískyggilega vel og miskunnarlaust að nota sér. Hins vegar megum vér ekki verða þrælar neins, jafnvel ekki þess, sem i sjálfu sér ,er gott. Um leið og vér erum orðnir þrælar hvers sem er, hvort heldur er vorra eigin skoðana eða annars, er hinu andlega frelsi glatað, vér hætt- um að sjá rétt og leiðumst þá auðveldlega á glap- stigu í áróðursmoldviðri nútímans. Til þess að svo fari ekki, er tvennt nauðsynlegt. Annars vegar verður helzt hver maður, að minnsta kosti hver menntaður maður, að eiga sér eilthvert menningarlegt athvarf, óháð hinni hversdagslegu skylduþjónustu. Það getur verið lestur góðra bóka, samræður við þroskaðan mann, iðkun .einhverrar listar, ræktun moldarinnar eða enn annað. í slíku eigum vér að taka oss eins konar sálarbað. Og þetta á að lijálpa oss til við hitt, sem er enn vandasamara og um leið mikilvægara. En það er þetta: Mitt í trúnaði vorum við sjálfa oss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.